Filippseyski boxarinn Manny Pacquiao snýr aftur í hringinn 5. nóvember þegar hann mætir veltivigtarmeistaranum Jessie Vargas í Las Vegas.
Hinn 37 ára gamli Pacquiao var búinn að leggja hanskana á hilluna en tók þá aftur fram því hann þarf á peningunum að halda.
Síðasti bardagi Pacquiaos var gegn Timothy Bradley 9. apríl síðastliðinn og hafði Filippseyingurinn betur á samróma dómaraákvörðun.
Pacquiao mun æfa í heimalandinu þar sem hann er þingmaður. Hann mun reyndar kynna bardagannn í Bandaríkjunum 8.-10. september en snýr aftur til Filippseyja eftir það.
Bardaginn við Vargas verður sá 67. á atvinnumannaferli Pacquiao. Hann hefur unnið 58 bardaga, gert tvö jafntefli og tapað sex, þ.á.m. fyrir Floyd Mayweather Jr. fyrir rúmu ári síðan.
Pacquiao þarf pening og snýr aftur í hringinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




