Sælkerahöll í Holtagörðum á næsta ári Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Sælkerahöllin á að vera í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. vísir/afp Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira