Ungstirni frá hinni vindasömu borg Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. ágúst 2016 11:30 Vic Mensa hefur meðal annars samið lög með Kanye West og verið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið