Aðeins tvær af eistnesku þríburunum skiluðu sér í mark | Gull til Kenýu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2016 16:15 Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira