Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:35 Sýrlenskur faðir á flótta ásamt barni sínu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. vísir/getty Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins. Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins.
Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15
Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00
Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06