Rose hafði betur gegn Stenson og tók gullið í Ríó Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2016 19:30 Breski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari eftir stórskemmtilega baráttu gegn Henrik Stensson á lokahring Ólympíuleikanna í Ríó en þetta var í fyrsta sinn í 112 ár sem leikið var í golfi á Ólympíuleikunum. Rose sem náði forskotinu fyrir lokadaginn var tólf höggum undir pari með eins höggs forskot á Henrik Stenson frá Svíþjóð en Marcus Fraser frá Ástralíu var ekki langt undan á níu höggum undir pari. Rose lék á fjórum höggum undir pari lokahringinn en kylfingarnir voru jafnir á fimmtán höggum undir pari fyrir lokaholuna í dag. Sá sænski lenti í því að þurfa að þrípútta og sætta sig við skolla. Á sama tíma fór innáhögg Justin Rose alveg upp að holunni og gerði það að verkum að hann átti aðeins stutt pútt fyrir fugli og fyrir sigrinum. Setti hann það ofaní og tryggði sér sigurinn með tveggja högga forskoti og varð um leið fyrsti Bretinn sem vinnur gullverðlaun í golfi á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Breski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari eftir stórskemmtilega baráttu gegn Henrik Stensson á lokahring Ólympíuleikanna í Ríó en þetta var í fyrsta sinn í 112 ár sem leikið var í golfi á Ólympíuleikunum. Rose sem náði forskotinu fyrir lokadaginn var tólf höggum undir pari með eins höggs forskot á Henrik Stenson frá Svíþjóð en Marcus Fraser frá Ástralíu var ekki langt undan á níu höggum undir pari. Rose lék á fjórum höggum undir pari lokahringinn en kylfingarnir voru jafnir á fimmtán höggum undir pari fyrir lokaholuna í dag. Sá sænski lenti í því að þurfa að þrípútta og sætta sig við skolla. Á sama tíma fór innáhögg Justin Rose alveg upp að holunni og gerði það að verkum að hann átti aðeins stutt pútt fyrir fugli og fyrir sigrinum. Setti hann það ofaní og tryggði sér sigurinn með tveggja högga forskoti og varð um leið fyrsti Bretinn sem vinnur gullverðlaun í golfi á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira