10 uppáhaldsbílar Jeremy Clarkson Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 15:09 Háðfuglinn og bílarýnirinn Jeremy Clarkson. Þó svo að Jeremy Clarkson sé ekki einn af þáttastjórnendum Top Gear þáttanna er hann ekki öllum gleymdur, en hann vinnur nú ásamt Richard Hammond og James May að nýjum bílaþáttum sem sýndir verða á Amazon Prime. Jeremy Clarkson er ekki einhamur maður og hann skrifar einnig bíladálk í The Sunday Times í Bretlandi þar sem hann gagnrýnir nýja bíla. Í síðustu grein Clarkson velur hann þó sína tíu uppáhaldsbíla frá þessu og síðast ári. Sá listi gæti furðað suma en aðrir bílar á listanum koma ekki á óvart. Á lista Jeremy Clarkson eru bílarnir Mazda MX-5 Miata, Alfa Romeo 4C Coupe, Mercedes Benz AMG GT S, Ford Focus RS, Ford Mustang Fastback 5,0 V8 GT, Volvo XC90 D5 AWD, Vauxhall Zafira Tourer 1,6 CDTi, BMW M2, Ferrari 488 GTB og Lamborghini Aventador. Þarna eru samankomin mörg hestöfl og margar krónur ef kaupa ætti alla þessa bíla, en sá bíll sem hvað mest kemur á óvart að nær á lista Clarkson er Vauxhall Zafira Tourer bíllinn sem flokkast sem fjölnotabíll, eða strumpastrætó eins og gárungarnir kalla slíka bíla. Þessi bíll er í raun frá Opel en ber nafnið Vauxhall í Bretlandi. Opel Zafira Tourer hlýtur að vera magnaður bíll til að ná á topp 10 lista Clarkson. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent
Þó svo að Jeremy Clarkson sé ekki einn af þáttastjórnendum Top Gear þáttanna er hann ekki öllum gleymdur, en hann vinnur nú ásamt Richard Hammond og James May að nýjum bílaþáttum sem sýndir verða á Amazon Prime. Jeremy Clarkson er ekki einhamur maður og hann skrifar einnig bíladálk í The Sunday Times í Bretlandi þar sem hann gagnrýnir nýja bíla. Í síðustu grein Clarkson velur hann þó sína tíu uppáhaldsbíla frá þessu og síðast ári. Sá listi gæti furðað suma en aðrir bílar á listanum koma ekki á óvart. Á lista Jeremy Clarkson eru bílarnir Mazda MX-5 Miata, Alfa Romeo 4C Coupe, Mercedes Benz AMG GT S, Ford Focus RS, Ford Mustang Fastback 5,0 V8 GT, Volvo XC90 D5 AWD, Vauxhall Zafira Tourer 1,6 CDTi, BMW M2, Ferrari 488 GTB og Lamborghini Aventador. Þarna eru samankomin mörg hestöfl og margar krónur ef kaupa ætti alla þessa bíla, en sá bíll sem hvað mest kemur á óvart að nær á lista Clarkson er Vauxhall Zafira Tourer bíllinn sem flokkast sem fjölnotabíll, eða strumpastrætó eins og gárungarnir kalla slíka bíla. Þessi bíll er í raun frá Opel en ber nafnið Vauxhall í Bretlandi. Opel Zafira Tourer hlýtur að vera magnaður bíll til að ná á topp 10 lista Clarkson.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent