Nissan með byltingarkennda vél í Infinity QX50 Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 16:32 Infinity QX50. Í 2018 árgerð af Infinity QX50 lúxusjeppanum verður byltingarkennd bensínvél sem á enga sína líka. Hún er með breytanlegu þjöppuhlutfalli, eða allt frá 8:1 til 12:1. Vél þessi er aðeins 2,0 lítra og með forþjöppu. Þetta breytanlega þjöppuhlutfall gerir það að verkum að vélin skilar um það bil sama afli og togi og 3,5 lítra V6 vélin frá Nissan sem verið hefur í Infinity QX50, en er 27% sparsamari. Infinity er lúxusbílamerki Nissan. Þessi magnaða vél er með svipuðu togi og dísilvélar með ámóta sprengirými og því hefur verið bent á að þessi nýja tækni Nissan muni endanlega drepa dísilvélina. Tilvist dísilvéla hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir dísilvélasvindls Volkswagen og þeirra uppgötvana sem síðan hafa komið í ljós með margfalda mengun dísilvéla annarra framleiðenda. Því gæti vél sem þessi nýja afl- og togmikla vél Nissan verið síðasti naglinn í líkkistu dísilvélarinnar, sem fátt virðist geta bjargað nema þá hugsanlega í allra stærstu bílum. Nissan segir að það sé ódýrara að framleiða þessa nýju vél en dísilvél og ekki hjálpar það tilvist dídilvélarinnar. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
Í 2018 árgerð af Infinity QX50 lúxusjeppanum verður byltingarkennd bensínvél sem á enga sína líka. Hún er með breytanlegu þjöppuhlutfalli, eða allt frá 8:1 til 12:1. Vél þessi er aðeins 2,0 lítra og með forþjöppu. Þetta breytanlega þjöppuhlutfall gerir það að verkum að vélin skilar um það bil sama afli og togi og 3,5 lítra V6 vélin frá Nissan sem verið hefur í Infinity QX50, en er 27% sparsamari. Infinity er lúxusbílamerki Nissan. Þessi magnaða vél er með svipuðu togi og dísilvélar með ámóta sprengirými og því hefur verið bent á að þessi nýja tækni Nissan muni endanlega drepa dísilvélina. Tilvist dísilvéla hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir dísilvélasvindls Volkswagen og þeirra uppgötvana sem síðan hafa komið í ljós með margfalda mengun dísilvéla annarra framleiðenda. Því gæti vél sem þessi nýja afl- og togmikla vél Nissan verið síðasti naglinn í líkkistu dísilvélarinnar, sem fátt virðist geta bjargað nema þá hugsanlega í allra stærstu bílum. Nissan segir að það sé ódýrara að framleiða þessa nýju vél en dísilvél og ekki hjálpar það tilvist dídilvélarinnar.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent