Sonur hennar Wayde van Niekerk fékk hins vegar að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ár og hann sló svo sannarlega í gegn; hann vann ekki aðeins gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla heldur bætti hann 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson en van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum. Þetta ótrúlega hlaup má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni.
Í umfjöllun Huffington Post um málið kemur fram að Swartz hafi verið meðlimur í suður-afrískum íþróttasamtökunum Sacos sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni en í samtökunum voru bæði hvítir og svartir íþróttamenn.
Ef íþróttamaður var í Sacos var hann yfirlýstur andstæðingur kúgunar og aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og þá virtu íþróttamennirnir sniðgöngu alþjóðaíþróttaheimsins gagnvart suður-afrískum íþróttamönnum sem tilkomin var vegna aðskilnaðarstefnunnar. Swartz keppti því aldrei á Ólympíuleikunum.