Sænskir grísaglímuklæddir elskendur áreittu Pokémon-spilara með leysigeislum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 13:15 Lögreglan rannsakar málið og segir það alvarlegt. Vísir/Getty Lögreglan í sænska smábænum Insjön rannsakar nú athæfi pars sem vakið hefur alþjóðlega athygli. Trufluðu þau grunlausa táninga sem í sakleysi sínu spiluðu Pokémon Go áður en parið olli umferðarteppu með því að stunda kynlíf við helsta kennileiti bæjarins. Parið, klætt í samstæða boli og með grísagrímur úr gúmmíi fyrir andlitum sínum, virðast hafa beint öflugum leysigeislum að táningunum sem vissu varla hvaðan á þeim stóð veðrið. Þegar annar leysigeislinn lenti á auga annars táningsins hljóp parið í burtu. „Þau voru með gúmmígrímur fyrir andlitinu og byrjuðu að öskra, kalla og beina leysigeislunum að þeim,“ sagði móðir annars táningsins í samtali við staðarblaðið Dalarnas Tidingar. Parið virðist ekki hafa látið sér þetta nægja því eftir að hafa hrellt táningana komu þau sér fyrir við sögufræga vatnsmyllu sem er í allra augsýn í bænum. Við það myndaðist umferðarteppa þegar undrandi vegfarendur virtu fyrir sér atlot parsins undarlega. Táningunum tveimur varð ekki meint af leysigeislunum en lögregla rannsakar nú málið og segir það alvarlegt enda létt verk að valda alvarlegum augnskaða með öflugum leysigeislum. Pokemon Go Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Lögreglan í sænska smábænum Insjön rannsakar nú athæfi pars sem vakið hefur alþjóðlega athygli. Trufluðu þau grunlausa táninga sem í sakleysi sínu spiluðu Pokémon Go áður en parið olli umferðarteppu með því að stunda kynlíf við helsta kennileiti bæjarins. Parið, klætt í samstæða boli og með grísagrímur úr gúmmíi fyrir andlitum sínum, virðast hafa beint öflugum leysigeislum að táningunum sem vissu varla hvaðan á þeim stóð veðrið. Þegar annar leysigeislinn lenti á auga annars táningsins hljóp parið í burtu. „Þau voru með gúmmígrímur fyrir andlitinu og byrjuðu að öskra, kalla og beina leysigeislunum að þeim,“ sagði móðir annars táningsins í samtali við staðarblaðið Dalarnas Tidingar. Parið virðist ekki hafa látið sér þetta nægja því eftir að hafa hrellt táningana komu þau sér fyrir við sögufræga vatnsmyllu sem er í allra augsýn í bænum. Við það myndaðist umferðarteppa þegar undrandi vegfarendur virtu fyrir sér atlot parsins undarlega. Táningunum tveimur varð ekki meint af leysigeislunum en lögregla rannsakar nú málið og segir það alvarlegt enda létt verk að valda alvarlegum augnskaða með öflugum leysigeislum.
Pokemon Go Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira