Neymar og Gabriel Jesus skoruðu tvö mörk hvor þegar Brasilía rústaði Hondúras, 6-0, í undanúrslitum fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Brassar eru því komnir í úrslit á heimavelli þar sem þeir mæta annað hvort Nígeríu eða Þýskalandi sem mætast í kvöld.
Leikurinn var aðeins nokkurra sekúndna gamall þegar Neymar kom brasilíska liðinu yfir eftir slæm mistök í vörn Hondúra. Gabriel Jesus, sem Manchester City keypti á dögunum, bætti svo tveimur mörkum við í fyrri hálfleik.
Miðvörðurinn Marquinhos skoraði fjórða markið á 51. mínútu og 11 mínútum fyrir leikslok bætti Luan því fimmta við.
Neymar rak svo síðasta naglann í kistu Hondúra þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 6-0, Brasilíu í vil.
Eftir markalaus jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni hafa Brassar nú unnið þrjá leiki í röð með markatölunni 12-0.
Neymar og félagar slátruðu Hondúrum | Sjáðu mörkin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



