Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira