Trompetleikari á fullri ferð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. ágúst 2016 09:45 Ara Braga Kárasyni er margt til lista lagt en hann stefnir hátt bæði í tónlist og spretthlaupum. Vísir/Stefán „Ég er að spila með Mezzoforte og svo fer ég og stekk yfir að spila með Jóni Jónssyni. Ég spila líka með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg þannig að þetta verða ansi samanþjappaðir 3–4 tímar hjá mér þarna á Menningarnótt,“ segir Ari Bragi en gefur lítið fyrir að þetta sé mikið stress og hvað þá að hann þurfi að beita spretthlauparatrikkum til að hafa daginn af. „Á nýaflokinni Jazzhátíð Reykjavíkur var ég í ákveðnu lykilhlutverki, það var því mikið að gera hjá mér. Ég frumflutti þar nýtt efni með hljómsveitinni minni sem heitir Annes. Við erum svo að fara í stúdíó núna í byrjun september að taka það allt upp og auk þess verður tekin upp heimildarmynd um þá stúdíóferð – fólkið í djass-senunni hefur mjög gaman af því að fylgjast með hvernig æfingaferlið fer fram, þetta er svona eins og að mann langar að fylgjast með hvernig Usain Bolt æfir, ekki bara að horfa á hann hlaupa.“ Með Ara í Annes eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins – þeir Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson og Guðmundur Pétursson. Þetta er spunadjass þar sem Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte, er með alls kyns hljómborð og syntha, sér til dæmis um bassaleik fyrir bandið á græjunum sínum. Guðmundur Pétursson kemur síðan þarna inn með rafmagnsgítar þannig að yfir bandinu svífur rafmagnaður andi.Lét til skarar skríða eftir Bandaríkjadvöl En Ari er ekki við eina fjölina felldur, hann er auðvitað einnig spretthlaupari í hjáverkum og er enginn aukvisi þar þrátt fyrir að tónlistin eigi mestallan hans tíma. Hann setti nýlega Íslandsmet í 100 metra hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð nýbyrjaður í sportinu. „Ég byrjaði að æfa í janúar 2014. Ég fékk tækifæri til að spreyta mig einu sinni þegar ég var í námi úti í Bandaríkjunum, það var á móti gaurum sem höfðu verið í háskólaumhverfinu þar í frjálsíþróttum og ég pakkaði þeim saman – þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Svo þegar ég flutti heim þá blundaði þetta í mér og ég lét bara til skarar skríða. Ég hef bara tekið þetta föstum tökum, ég fékk þjálfara sem hefur náð að ýta mér inn á rétta braut og tosa úr mér allt „potential“ sem er til staðar, held ég. Hann er rosalega þolinmóður gaur því að eina rútínan í mínu lífi er engin rútína – maður mætir oft beint úr stúdíóinu búinn að vera þar í heilan og hálfan dag og hann sendir mann heim í staðinn fyrir að taka æfingu. Ég er búinn að fjárfesta svolítið í þessu og uppskar þarna með þessu Íslandsmeti.“ Ari Bragi segist hafa verið grátlega nálægt því að vera úti í Ríó á Ólympíuleikunum núna en hann segist jafnframt vera fókuseraður á að komast til Tókýó 2020 og það sé það eina sem komist að hjá sér í hlaupunum – það yrði að teljast ágætis árangur í viðbót við tónlistarferilinn. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00 Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Ég er að spila með Mezzoforte og svo fer ég og stekk yfir að spila með Jóni Jónssyni. Ég spila líka með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg þannig að þetta verða ansi samanþjappaðir 3–4 tímar hjá mér þarna á Menningarnótt,“ segir Ari Bragi en gefur lítið fyrir að þetta sé mikið stress og hvað þá að hann þurfi að beita spretthlauparatrikkum til að hafa daginn af. „Á nýaflokinni Jazzhátíð Reykjavíkur var ég í ákveðnu lykilhlutverki, það var því mikið að gera hjá mér. Ég frumflutti þar nýtt efni með hljómsveitinni minni sem heitir Annes. Við erum svo að fara í stúdíó núna í byrjun september að taka það allt upp og auk þess verður tekin upp heimildarmynd um þá stúdíóferð – fólkið í djass-senunni hefur mjög gaman af því að fylgjast með hvernig æfingaferlið fer fram, þetta er svona eins og að mann langar að fylgjast með hvernig Usain Bolt æfir, ekki bara að horfa á hann hlaupa.“ Með Ara í Annes eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins – þeir Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson og Guðmundur Pétursson. Þetta er spunadjass þar sem Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte, er með alls kyns hljómborð og syntha, sér til dæmis um bassaleik fyrir bandið á græjunum sínum. Guðmundur Pétursson kemur síðan þarna inn með rafmagnsgítar þannig að yfir bandinu svífur rafmagnaður andi.Lét til skarar skríða eftir Bandaríkjadvöl En Ari er ekki við eina fjölina felldur, hann er auðvitað einnig spretthlaupari í hjáverkum og er enginn aukvisi þar þrátt fyrir að tónlistin eigi mestallan hans tíma. Hann setti nýlega Íslandsmet í 100 metra hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð nýbyrjaður í sportinu. „Ég byrjaði að æfa í janúar 2014. Ég fékk tækifæri til að spreyta mig einu sinni þegar ég var í námi úti í Bandaríkjunum, það var á móti gaurum sem höfðu verið í háskólaumhverfinu þar í frjálsíþróttum og ég pakkaði þeim saman – þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Svo þegar ég flutti heim þá blundaði þetta í mér og ég lét bara til skarar skríða. Ég hef bara tekið þetta föstum tökum, ég fékk þjálfara sem hefur náð að ýta mér inn á rétta braut og tosa úr mér allt „potential“ sem er til staðar, held ég. Hann er rosalega þolinmóður gaur því að eina rútínan í mínu lífi er engin rútína – maður mætir oft beint úr stúdíóinu búinn að vera þar í heilan og hálfan dag og hann sendir mann heim í staðinn fyrir að taka æfingu. Ég er búinn að fjárfesta svolítið í þessu og uppskar þarna með þessu Íslandsmeti.“ Ari Bragi segist hafa verið grátlega nálægt því að vera úti í Ríó á Ólympíuleikunum núna en hann segist jafnframt vera fókuseraður á að komast til Tókýó 2020 og það sé það eina sem komist að hjá sér í hlaupunum – það yrði að teljast ágætis árangur í viðbót við tónlistarferilinn.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00 Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær. 30. júlí 2016 15:00
Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. 13. ágúst 2016 12:30