Mercedes birtir myndir af Maybach 6 Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:53 Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent