Viðskipti erlent

Credit Suisse og Deutsche Bank hent út úr vísitölunni

Sæunn Gísladóttir skrifar
John Cryan, framkvæmdastjóri Deutsche Bank, hefur verið áhyggjufullur yfir ástandinu hjá bankanum á árinu.
John Cryan, framkvæmdastjóri Deutsche Bank, hefur verið áhyggjufullur yfir ástandinu hjá bankanum á árinu. Visir/Getty
Credit Suisse og Deutsche Bank verða ekki lengur hluti af STOXX Europe 50 vísitölunni frá og með næsta mánudag. Þeirra í stað munu tæknifyrirtækið ASML Holding og byggingarfyrirtækið Vinci koma inn.

Reuters greinir frá því að STOXX hafi tilkynnt þetta á mánudag. Europe 50 vísitalan á að ná til fimmtíu stærstu evrópsku fyrirtækjanna. Gengi hlutabréfa í bönkunum tveimur hefur lækkað um rúmlega 45 prósent það sem af er ári.

Endurskipulagning stendur nú yfir hjá báðum fyrirtækjunum, og á sér stað um þessar mundir niðurskurður bæði í starfsmannafjölda og í þjónustu til viðskiptavina.

Eftir forstjóraskipti í fyrra hefur nýr forstjóri Deutsche Bank, John Cryan, einbeitt sér að því að einfalda starfsemi bankans, lækka kostnað og draga úr sektum fyrir lagabrot.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×