Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Guðrún Jóna Sefánsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 08:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima fyrr í vikunni. Nýkjörinn forseti vakti athygli fyrir litríkt apabindi sem hann skartaði í heimsókninni. Vísir/GVA Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira