Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. vísir/getty Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið
Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira