Þurfti að kaupa dóttur sína: „Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2016 23:42 Hildur Antonsdóttir í leik með Val til vinstri og Ragnheiður Víkingsdóttir, að taka við Íslandsmeistaratitlinum árið 1989 í búningi Vals, á myndinni til hægri. Vísir Ragnheiður Víkingsdóttir, goðsögn í kvennaknattspyrnu á Íslandi og móðir systranna Hildar og Heiðu Antonsdætra, vandar uppeldisfélagi þeirra systra ekki kveðjurnar. Báðar fundu sér ný lið á dögunum og segir Ragnheiður þær hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hjá félaginu. Ragnheiður spilaði bæði með Val og þjálfaði á sínum tíma og samanlagt hafa mæðgurnar unnið tugi titla með þeim rauðklæddu. Þegar upp var staðið hafi Valsmenn ekki staðið við munnlegt samkomulag og hún sjálf þurft að greiða fyrir dóttur sína, 200 þúsund krónur.Síendurtekið niðurbrot Ragnheiður segir að það sé með sorg í hjarta sem hún upplýsi að dæturnar hafi upplifað mjög erfitt ár hjá Val. Eftir að hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hafi Heiða gert sér grein fyrir að hún yrði að koma sér út úr aðstæðum áður en verri skaði hlytist af. Af illri nauðsyn hafi hún því hætt í Val í lok maí. Hildur hafi svo upplifað sama niðurbrot en ætlað að þrauka út tímabilið. Það hafi þó komið að þeim tímapunkti að hún hafi ekki getað meira og því farið fram á að fá að fara frá félaginu. „Þetta voru þeim gífurlega þung og erfið spor, þar sem að þær voru að skilja við uppeldisfélagið Val og marga frábæra liðsfélaga. En af illri nauðsyn tóku þær þetta skref, því ytra umhverfi var ekkert að fara að breytast.“Heiða Dröfn Antonsdóttir í Valsbúningnum.Vísir/Andri MarinóKeyptu dóttur sína Ragnheiður segir að fjölskyldan hafi fengið staðfestingu á því að þær mættu fara í hvaða félag sem þær vildu. Einnig hafi foreldrarnir fengið staðfestingu á því á fundi nýlega að peningar myndu ekki standa í vegi fyrir þeim. Það hafi reynst öðru nær. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik.“ Samkvæmt heimildum Vísis átti Hildur aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum hjá Val og renndu nokkur félög hýru auga til hennar þegar ljóst var að hún vildi komast burtu frá Val. Hildur gekk til liðs við Breiðablik en ekki fyrr en hún þurfti að gefa eftir 200 þúsund króna launagreiðslu, sem hún átti inni hjá félaginu. Með hjálp sálfræðings taki Hildur og Heiða því næstu skref hjá öðrum liðum og eiga án efa eftir að blómstra þar. Heiða gekk til liðs við HK/Víking en Hildur er kominn í raðir Breiðabliks.40 ára saga endar illa „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ara saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“Pistil Ragnheiðar í heild má sjá hér að neðan. Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðs Vals. Liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.Vísir/ErnirÞjálfarinn kannast ekki við ósætti í klefanumÓlafur Brynjólfsson, þjálfari Valskvenna, var spurður út í fjarveru Antonsdætra eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki þann 19. júlí. Honum tókst ekki að manna varamannabekkinn í þeim leik og systrurnar hvergi sjáanlegar. „Heiða er hætt og Hildur er að hugsa sín mál,“ sagði Ólafur í viðtali við Fótbolti.net. Þegar gengið var á hann sagðist hann lítið vita um ástæðurnar þar að baki. „Nei, ég eiginlega bara veit það ekki sjálfur. Þegar maður fær leið á fótbolta er betra að draga sig í hlé en hitt,“ sagði þjálfarinn. Þá kannaðist hann ekkert við ósætti í búningsklefa þeirra Valskvenna, þvert á móti væri mikill stígandi í liðinu, hann væri mjög ánægður með liðið sem væri að ná vel saman og hrósaði Margréti Láru Viðarsdóttur fyrir jöfnunarmarkið. Það væri gulls í gildi að vera með stelpu í liðinu sem gæti skorað mörk upp úr þurru. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Ragnheiður Víkingsdóttir, goðsögn í kvennaknattspyrnu á Íslandi og móðir systranna Hildar og Heiðu Antonsdætra, vandar uppeldisfélagi þeirra systra ekki kveðjurnar. Báðar fundu sér ný lið á dögunum og segir Ragnheiður þær hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hjá félaginu. Ragnheiður spilaði bæði með Val og þjálfaði á sínum tíma og samanlagt hafa mæðgurnar unnið tugi titla með þeim rauðklæddu. Þegar upp var staðið hafi Valsmenn ekki staðið við munnlegt samkomulag og hún sjálf þurft að greiða fyrir dóttur sína, 200 þúsund krónur.Síendurtekið niðurbrot Ragnheiður segir að það sé með sorg í hjarta sem hún upplýsi að dæturnar hafi upplifað mjög erfitt ár hjá Val. Eftir að hafa upplifað síendurtekið niðurbrot hafi Heiða gert sér grein fyrir að hún yrði að koma sér út úr aðstæðum áður en verri skaði hlytist af. Af illri nauðsyn hafi hún því hætt í Val í lok maí. Hildur hafi svo upplifað sama niðurbrot en ætlað að þrauka út tímabilið. Það hafi þó komið að þeim tímapunkti að hún hafi ekki getað meira og því farið fram á að fá að fara frá félaginu. „Þetta voru þeim gífurlega þung og erfið spor, þar sem að þær voru að skilja við uppeldisfélagið Val og marga frábæra liðsfélaga. En af illri nauðsyn tóku þær þetta skref, því ytra umhverfi var ekkert að fara að breytast.“Heiða Dröfn Antonsdóttir í Valsbúningnum.Vísir/Andri MarinóKeyptu dóttur sína Ragnheiður segir að fjölskyldan hafi fengið staðfestingu á því að þær mættu fara í hvaða félag sem þær vildu. Einnig hafi foreldrarnir fengið staðfestingu á því á fundi nýlega að peningar myndu ekki standa í vegi fyrir þeim. Það hafi reynst öðru nær. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik.“ Samkvæmt heimildum Vísis átti Hildur aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum hjá Val og renndu nokkur félög hýru auga til hennar þegar ljóst var að hún vildi komast burtu frá Val. Hildur gekk til liðs við Breiðablik en ekki fyrr en hún þurfti að gefa eftir 200 þúsund króna launagreiðslu, sem hún átti inni hjá félaginu. Með hjálp sálfræðings taki Hildur og Heiða því næstu skref hjá öðrum liðum og eiga án efa eftir að blómstra þar. Heiða gekk til liðs við HK/Víking en Hildur er kominn í raðir Breiðabliks.40 ára saga endar illa „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ara saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“Pistil Ragnheiðar í heild má sjá hér að neðan. Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðs Vals. Liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.Vísir/ErnirÞjálfarinn kannast ekki við ósætti í klefanumÓlafur Brynjólfsson, þjálfari Valskvenna, var spurður út í fjarveru Antonsdætra eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki þann 19. júlí. Honum tókst ekki að manna varamannabekkinn í þeim leik og systrurnar hvergi sjáanlegar. „Heiða er hætt og Hildur er að hugsa sín mál,“ sagði Ólafur í viðtali við Fótbolti.net. Þegar gengið var á hann sagðist hann lítið vita um ástæðurnar þar að baki. „Nei, ég eiginlega bara veit það ekki sjálfur. Þegar maður fær leið á fótbolta er betra að draga sig í hlé en hitt,“ sagði þjálfarinn. Þá kannaðist hann ekkert við ósætti í búningsklefa þeirra Valskvenna, þvert á móti væri mikill stígandi í liðinu, hann væri mjög ánægður með liðið sem væri að ná vel saman og hrósaði Margréti Láru Viðarsdóttur fyrir jöfnunarmarkið. Það væri gulls í gildi að vera með stelpu í liðinu sem gæti skorað mörk upp úr þurru.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Báðar Antonsdæturnar búnar að finna sér ný lið Hildur Antonsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Val. Hildur er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Blika þegar liðið mætir Selfossi eftir viku. 28. júlí 2016 15:32
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn