Erlent

Oscar Pistorius á sjúkrahús vegna meiðsla á úlnliðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. Vísir/EPA
Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem nú afplánar sex ára fangelsisdóm fyrir að myrða kærustu sína Revu Steenkamp, var í gær færður á sjúkrahús vegna meiðsla sem hann hlaut á úlniðum sínum.

Talsmaður fangelsins þar sem Pistorius afplánar dóm sinn sagði að meiðslin væru minniháttar og að fregnir af því að Pistorius hefði mögulega sjálfur veitt sér meiðslin væru sögusagnir.

Suður-afrískir fjölmiðlar hafa greint frá því að einhverskonar hnífsblöð hafi fundist í klefa Pistorius samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum fangaverði í fangelsinu. Hafi hann hlotið aðhlynningu á sjúkrahúsi en sé nú aftur kominn í fangelsi.

Pistorius var í síðasta mánuðu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morðið á Steenkamp sem framið var á Valentínusardaginn árið 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum hurð á heimili þeirra. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana og sagðist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×