Íslenski boltinn

ÍA náði í mikilvægt stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
ÍA nældi sér í mikilvæg stig í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Þór/KA í dag.

Leikurinn er liður í elleftu umferð deildarinnar, en Sandra Stephany Mayor Gutierrez kom Þór/KA yfir á 25. mínútu með sínu sjöunda marki í sumar.

Þannig stóðu leikar þangað til á 59. mínútu þegar Megan Dunningan jafnaði metin fyrir Skagastelpur og það urðu lokatölur á Skipaskaga.

Þór/KA varð af mikilvægum stig í baráttunni í efri hluta deildarinnar, en ÍA er nú með fimm stig á botni deildarinnar - fimm stigum frá öruggu sæti.

Þetta var fyrsti leikur ÍA undir stjórn nýs þjálfarateymis, en hjónin Kristinn Guðbrandsson og Steindóra Sigríður Steinsdóttir tóku við stjórnartaumunum í vikunni eftir að Þórður Þórðarson lét af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×