Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 „Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
„Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira