Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 13:57 Friðsældin í Traustholtshólma er engu lík. Vísir Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira