Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 13:57 Friðsældin í Traustholtshólma er engu lík. Vísir Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira