Íslenski boltinn

Berglind Björg skoraði fjögur gegn FH

Anton Ingi leifsson skrifar
Berglind í leik með Blikum gegn Val á dögunum.
Berglind í leik með Blikum gegn Val á dögunum. vísir/eyþór
Breiðablik vann öruggan sigur á FH eftir að hafa lent undir og Valur er taplaust í síðustu sex leikjum í Pepsi-deild kvenna.

FH komst óvænt yfir í Kópavogi þegar Aldís Kara Lúðvíksdóttir kom FH-stúlkum yfir á sjöttu mínútu og allt stefndi í að þannig yrði staðan í hálfleik.

Hafnarfjarðarliðið missti hins vegar markmanninn Jeannette Williams og varnarmanninn Maríu Selmu Haseta af velli og við það riðlaðist leikur FH.

Röðin var komin að Eyjastelpunni Berglindu Björgu Þorvalsdóttur. Hún jafnaði metin í uppbótartíma í fyrri hálfeik og skoraði svo þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum í síðari hálfleik.

Staðan orðin 4-1 eftir klukkutímaleik og Berglind Björg búin að skora öll fjögur mörkin, en vararmaðurinn Esther Rósa Arnarsdóttir innsiglaði sigurinn 4-1.

Breiðablik er með jafn mörg stig og Stjarnan á toppi deildarinnar, en Stjarnan á þó leik til góða. Breiðablik spilar í bikarúrslitum á föstudag gegn ÍBV, en FH er í 8. sæti með 10 stig.

Valur vann 4-0 sigur á KR í Vesturbænum. Staðan var markalaus í hálfleik, en Sigrún Inga Ólafsdóttir kom Valsstúlkum yfir með sjálfsmarki.

Margrét Lára Viðarsdóttir tvöfaldaði svo forystuna á 56. mínútu og Margét skoraði aftur á þeirri 87. mínútu. Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði svo fjórða mark Vals á 89. mínútu. Lokatölur 4-0.

Valur er því með 16 stig af 18 mögulegum í síðustu sex leikjum, en þær eru í 3. sætinu með 24 stig. KR er í níunda sætinu með sex stig - fjórum stigum frá FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×