Þriðjungur af þróunarfé Audi í rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 09:22 Audi E-Tron rafmagnsbíll. Autoblog Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent
Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent