Tiger missir af öllum risamótunum í fyrsta sinn á ferlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 10:00 Tiger Woods hrynur niður heimslistann í meiðslunum. vísir/getty Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, er hættur við að keppa á PGA-meistaramótinu og mun því missa af öllum fjórum risamótunum á einu almanaksári í fyrsta sinn síðan hann spilaði á risamóti árið 1995. PGA-meistaramótið er síðasta risamót ársins en Tiger spilaði fyrst á risamóti fyrir 21 ári þegar hann tók þátt á The Masters sem er fyrsta risamót hvers árs. Tiger, sem er fertugur, hefur ekki spilað keppnisgolf í tæpt ár vegna bakmeiðsla. Hann fór í tvær aðgerðir vegna meiðslanna síðasta haust. Umboðsmaður Tigers staðfesti í gærkvöldi að hann mun ekki spila meira á þessu keppnistímabili og að hann sé einfaldlega ekki klár í keppnisgolf. Þessi magnaði kylfingur sem hefur fjórtán sinnum á ferlinum unnið risamót er kominn niður í 628. sæti heimslistans eftir að tróna þar á toppnum svo árum skipti. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, er hættur við að keppa á PGA-meistaramótinu og mun því missa af öllum fjórum risamótunum á einu almanaksári í fyrsta sinn síðan hann spilaði á risamóti árið 1995. PGA-meistaramótið er síðasta risamót ársins en Tiger spilaði fyrst á risamóti fyrir 21 ári þegar hann tók þátt á The Masters sem er fyrsta risamót hvers árs. Tiger, sem er fertugur, hefur ekki spilað keppnisgolf í tæpt ár vegna bakmeiðsla. Hann fór í tvær aðgerðir vegna meiðslanna síðasta haust. Umboðsmaður Tigers staðfesti í gærkvöldi að hann mun ekki spila meira á þessu keppnistímabili og að hann sé einfaldlega ekki klár í keppnisgolf. Þessi magnaði kylfingur sem hefur fjórtán sinnum á ferlinum unnið risamót er kominn niður í 628. sæti heimslistans eftir að tróna þar á toppnum svo árum skipti.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira