Ég þurfti að kanna mína eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að skapa þetta verk Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2016 11:00 Samantha Shay er höfundur Of Light sem verður frumsýnt á föstudagskvöldið. Visir/Hanna Það er ekki oft sem boðið er til leikhúsupplifunar sem fer að miklu leyti fram í myrkri en það er þó tilfellið í sviðsverkinu Of Light sem verður frumsýnt næstkomandi föstudag í Tjarnarbíói. Höfundur verksins er bandaríska listakonan Samantha Shay en hún segir hugmyndina að verkinu hafa kviknað eftir að hafa orðið fyrir áhrifum ljóss og myrkurs á Íslandi og í Bandaríkjunum.Sögunum er ekki sama „Ég fékk hugmyndina að verkinu í vetrarmyrkrinu í Massachusettes eftir að hafa upplifað sumarbirtuna á Íslandi einum tveimur árum áður. Þetta varð til þess að ég fékk áhuga á því að skoða hvernig ljós og myrkur hefur áhrif á okkur; tilfinningalega, sálrænt, andlega, líkamlega og svo framvegis. Ég var talsverðan tíma að þróa þetta verk áður en það endaði sem leikhúsverk sem er að mestu flutt í myrkri. En tónlistin skapar hins vegar birtuna í verkinu og innan verksins er áhorfendum boðið að kanna samband sitt við ljós og myrkur. Það eru engu að síður ákveðnir sjónrænir þættir í verkinu en þeir eru óneitanlega afar minímalískir. Á tímabili kallaði ég þetta óperu vegna þess að tónlistin er það sem fléttar þetta saman í eina heild. En svo kallaði ég þetta líka leikhús en verkið er í raun of frjálslegt í forminu til þess að falla í þann flokk. Málið er að ég tek oft marga ólíka miðla og blanda þeim saman. Það er ekki endilega eitthvað sem ég ætla mér að gera heldur meira svona eitthvað sem hvert og eitt verk kallar á. Sögum er nefnilega ekki sama hvernig þær eru sagðar. En það má eflaust segja að þetta sé tilraunakennt, ópera eða leikhús – aðalatriðið er upplifunin og að hún skili sér til áhorfandans.“Samantha Shay í Tjarnarbíó þar sem frumsýning á Of Light verður á föstudaginn,Visir/HannaNæmir á öfga náttúrunnar Innan verksins er að finna framlag margra ólíkra listamanna. Þar má nefna ljóðið A Library of Light við Arnarstapa eftir Danielle Vogel, tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbundna tónlist, frá Kúrdistan, Georgíu og Sardiníu, við verkið. Sýningin er framleidd af Source Material sem Samantha Shay stofnaði árið 2014. Þessi alþjóðlegi listamannahópur hefur vakið mikla athygli og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Á þessu ári frumsýna þau Of Light og annað verk sem ber heitið A Thousand Tongues, sem verður framleitt í samstarfi við hina virtu leikhússtofnun The Grotowski Institute. „Við vinnum um allan heim og ég byrjaði með Source Material sem leið til þess að hafa meiri stjórn á því hvernig er unnið og hvernig vinnan er lögð fram. Listamennirnir koma víða að og það skapar líka ákveðna breidd sem gaman er að vinna með. Ef við horfum t.d. til þessa verks sem fjallar um ljósið þá finn ég vel að þeir sem koma frá norðurslóðum eins og Íslendingar eru næmari á öfga náttúrunnar og hvernig ljósið hefur áhrif á tilfinningalíf okkar og líðan. En það getur verið erfitt að koma þessum tilfinningum í orð og því er margt af því sem við erum að tjá án orða, enda er þetta ákaflega persónulegt hjá hverjum og einum. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að verkið er eins og það er. Að það skuli fara fram í myrkrinu og svo kemur hljóðheimurinn til áhorfendanna, einstaklinganna.Barómeter sannleikans Sýningin á föstudaginn er heimsfrumsýning á Of Light og Samantha á von á því að þau eigi eftir að ferðast talsvert með verkið. En hún hefur líka á orði að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að vera að frumsýna eftir svo langt og mikið ferli. „Ég er óneitanlega dálítið hrædd við að láta þetta frá mér en á sama tíma er það líka afar fullnægjandi. Málið er að til þess að skapa þetta verk þá þurfti ég að kanna minn eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að geta fært það fram fyrir aðra. Og nú þegar ég er að fara að sleppa þá finn ég að það kemur allt upp aftur. Finn alla þessa orku í kringum mig og það er í senn erfitt og spennandi. En mér hefur alltaf fundist listin vera barómeter sannleikans. Viðkvæm og auðmjúk og það eru tilfinningarnar sem fylla mig á þessari leið fram að frumsýningu og svo sjáum við hvað setur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það er ekki oft sem boðið er til leikhúsupplifunar sem fer að miklu leyti fram í myrkri en það er þó tilfellið í sviðsverkinu Of Light sem verður frumsýnt næstkomandi föstudag í Tjarnarbíói. Höfundur verksins er bandaríska listakonan Samantha Shay en hún segir hugmyndina að verkinu hafa kviknað eftir að hafa orðið fyrir áhrifum ljóss og myrkurs á Íslandi og í Bandaríkjunum.Sögunum er ekki sama „Ég fékk hugmyndina að verkinu í vetrarmyrkrinu í Massachusettes eftir að hafa upplifað sumarbirtuna á Íslandi einum tveimur árum áður. Þetta varð til þess að ég fékk áhuga á því að skoða hvernig ljós og myrkur hefur áhrif á okkur; tilfinningalega, sálrænt, andlega, líkamlega og svo framvegis. Ég var talsverðan tíma að þróa þetta verk áður en það endaði sem leikhúsverk sem er að mestu flutt í myrkri. En tónlistin skapar hins vegar birtuna í verkinu og innan verksins er áhorfendum boðið að kanna samband sitt við ljós og myrkur. Það eru engu að síður ákveðnir sjónrænir þættir í verkinu en þeir eru óneitanlega afar minímalískir. Á tímabili kallaði ég þetta óperu vegna þess að tónlistin er það sem fléttar þetta saman í eina heild. En svo kallaði ég þetta líka leikhús en verkið er í raun of frjálslegt í forminu til þess að falla í þann flokk. Málið er að ég tek oft marga ólíka miðla og blanda þeim saman. Það er ekki endilega eitthvað sem ég ætla mér að gera heldur meira svona eitthvað sem hvert og eitt verk kallar á. Sögum er nefnilega ekki sama hvernig þær eru sagðar. En það má eflaust segja að þetta sé tilraunakennt, ópera eða leikhús – aðalatriðið er upplifunin og að hún skili sér til áhorfandans.“Samantha Shay í Tjarnarbíó þar sem frumsýning á Of Light verður á föstudaginn,Visir/HannaNæmir á öfga náttúrunnar Innan verksins er að finna framlag margra ólíkra listamanna. Þar má nefna ljóðið A Library of Light við Arnarstapa eftir Danielle Vogel, tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbundna tónlist, frá Kúrdistan, Georgíu og Sardiníu, við verkið. Sýningin er framleidd af Source Material sem Samantha Shay stofnaði árið 2014. Þessi alþjóðlegi listamannahópur hefur vakið mikla athygli og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Á þessu ári frumsýna þau Of Light og annað verk sem ber heitið A Thousand Tongues, sem verður framleitt í samstarfi við hina virtu leikhússtofnun The Grotowski Institute. „Við vinnum um allan heim og ég byrjaði með Source Material sem leið til þess að hafa meiri stjórn á því hvernig er unnið og hvernig vinnan er lögð fram. Listamennirnir koma víða að og það skapar líka ákveðna breidd sem gaman er að vinna með. Ef við horfum t.d. til þessa verks sem fjallar um ljósið þá finn ég vel að þeir sem koma frá norðurslóðum eins og Íslendingar eru næmari á öfga náttúrunnar og hvernig ljósið hefur áhrif á tilfinningalíf okkar og líðan. En það getur verið erfitt að koma þessum tilfinningum í orð og því er margt af því sem við erum að tjá án orða, enda er þetta ákaflega persónulegt hjá hverjum og einum. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að verkið er eins og það er. Að það skuli fara fram í myrkrinu og svo kemur hljóðheimurinn til áhorfendanna, einstaklinganna.Barómeter sannleikans Sýningin á föstudaginn er heimsfrumsýning á Of Light og Samantha á von á því að þau eigi eftir að ferðast talsvert með verkið. En hún hefur líka á orði að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að vera að frumsýna eftir svo langt og mikið ferli. „Ég er óneitanlega dálítið hrædd við að láta þetta frá mér en á sama tíma er það líka afar fullnægjandi. Málið er að til þess að skapa þetta verk þá þurfti ég að kanna minn eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að geta fært það fram fyrir aðra. Og nú þegar ég er að fara að sleppa þá finn ég að það kemur allt upp aftur. Finn alla þessa orku í kringum mig og það er í senn erfitt og spennandi. En mér hefur alltaf fundist listin vera barómeter sannleikans. Viðkvæm og auðmjúk og það eru tilfinningarnar sem fylla mig á þessari leið fram að frumsýningu og svo sjáum við hvað setur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira