Uppgjör Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2016 07:00 Kosningar nálgast og stjórnmálaflokkarnir eru farnir að undirbúa sig. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag munu ýmsir yfirgefa sviðið, sumir eftir langa dvöl í þingsæti, en auk þess má eiga von á mörgum nýjum andlitum til að halda um stjórnartauma landsins. Hann er skemmtilegur samkvæmisleikurinn sem ávallt fer í gang um þessar mundir, stuttu fyrir kosningar, að máta fólk í þingsæti og ráðherraembætti. Þingkosningarnar í haust munu fara fram um hálfu ári fyrr en gert hafði verið ráð fyrir, eftir hörð og fjölmenn mótmæli í kjölfarið á birtingu Panama-skjalanna. Stjórnarflokkarnir neyddust til að flýta kosningum og forsætisráðherra sagði af sér embætti. Ekki hefur enn verið greint frá nákvæmri dagsetningu kosninganna, en gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin greini frá fyrirætlunum sínum fyrr en síðar, enda báðir stjórnarflokkar komnir á fullt við undirbúning prófkjara og uppröðun lista. Það má því búast við nokkuð stuttri og snarpri kosningabaráttu eftir að framboðslistar allra flokka liggja fyrir. Kosningarnar fram undan eru mikilvægar. Í löndunum allt í kringum okkur er mikil ólga innan stjórnmálanna og stefnubreytingar eiga sér stað víða, oft og tíðum ekki endilega til hins betra. Það er því miður ef stutt kosningabarátta verður til þess að bitna á þeirri umræðu sem þarf svo nauðsynlega að eiga sér stað í samfélaginu, á vettvangi stjórnmálanna, áður en kosið verður til næstu fjögurra ára. Leiða má að því líkur að meðal þess sem kosið verður um séu til að mynda húsnæðismál ungs fólks, heilbrigðismálin og velferðarmál. Allt rúmast þetta innan þess sem helst þarf að tala um í íslenskum stjórnmálum; sanngirni. Það er sérlega áhugavert að sanngirni sé svo mörgum ofarlega í huga um þessar mundir, þegar allir hagvísar landsins vísa upp á við, kaupmáttur hefur aukist og atvinnuleysi er í minnsta mæli. Opinberun Panama-skjalanna, ásamt sölu ríkiseigna án auglýsinga, samkeppnislagabrotum einokunarfyrirtækja og mýmörgu öðru sem skotið hefur upp kollinum á kjörtímabilinu, hefur sýnt okkur svart á hvítu að á þessu litla, ágæta og friðsama landi okkar búa tvær þjóðir. Önnur nýtur tækifæra sem hin fær ekki notið. Það er tómt mál að tala um jöfn tækifæri og frelsi, þegar það er alltaf vitlaust gefið. Það þarf að kjósa um sanngirni í landbúnaðar- og neytendamálum; að einstökum aðilum verði ekki, í skjóli ríkisins, gert kleift að hagnast á einokun og ofurálagningu. Það þarf að kjósa um aukna fjárveitingu í heilbrigðismálin og breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfinu. Það þarf að kjósa um mannúð gagnvart útlendingum, eldri borgurum, öryrkjum og ungu fólki. Flestir flokkanna munu setja áherslur sínar á ofangreint í einhverjum mæli, með mistrúverðugum hætti. Það er mikilvægt að valdhafarnir, sem og stjórnarandstaðan, svari því af hverju ætti að treysta þeim fyrir þessum verkefnum – hvað það sé í fortíð þeirra sem gefi það til kynna að staðið verði við stóru orðin í þetta skiptið. Af því kosningarnar í haust verða uppgjör. Uppgjör við spillingu, einkavinavæðingu og misskiptingu. Hér verður að vera rétt gefið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Kosningar 2016 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Kosningar nálgast og stjórnmálaflokkarnir eru farnir að undirbúa sig. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag munu ýmsir yfirgefa sviðið, sumir eftir langa dvöl í þingsæti, en auk þess má eiga von á mörgum nýjum andlitum til að halda um stjórnartauma landsins. Hann er skemmtilegur samkvæmisleikurinn sem ávallt fer í gang um þessar mundir, stuttu fyrir kosningar, að máta fólk í þingsæti og ráðherraembætti. Þingkosningarnar í haust munu fara fram um hálfu ári fyrr en gert hafði verið ráð fyrir, eftir hörð og fjölmenn mótmæli í kjölfarið á birtingu Panama-skjalanna. Stjórnarflokkarnir neyddust til að flýta kosningum og forsætisráðherra sagði af sér embætti. Ekki hefur enn verið greint frá nákvæmri dagsetningu kosninganna, en gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin greini frá fyrirætlunum sínum fyrr en síðar, enda báðir stjórnarflokkar komnir á fullt við undirbúning prófkjara og uppröðun lista. Það má því búast við nokkuð stuttri og snarpri kosningabaráttu eftir að framboðslistar allra flokka liggja fyrir. Kosningarnar fram undan eru mikilvægar. Í löndunum allt í kringum okkur er mikil ólga innan stjórnmálanna og stefnubreytingar eiga sér stað víða, oft og tíðum ekki endilega til hins betra. Það er því miður ef stutt kosningabarátta verður til þess að bitna á þeirri umræðu sem þarf svo nauðsynlega að eiga sér stað í samfélaginu, á vettvangi stjórnmálanna, áður en kosið verður til næstu fjögurra ára. Leiða má að því líkur að meðal þess sem kosið verður um séu til að mynda húsnæðismál ungs fólks, heilbrigðismálin og velferðarmál. Allt rúmast þetta innan þess sem helst þarf að tala um í íslenskum stjórnmálum; sanngirni. Það er sérlega áhugavert að sanngirni sé svo mörgum ofarlega í huga um þessar mundir, þegar allir hagvísar landsins vísa upp á við, kaupmáttur hefur aukist og atvinnuleysi er í minnsta mæli. Opinberun Panama-skjalanna, ásamt sölu ríkiseigna án auglýsinga, samkeppnislagabrotum einokunarfyrirtækja og mýmörgu öðru sem skotið hefur upp kollinum á kjörtímabilinu, hefur sýnt okkur svart á hvítu að á þessu litla, ágæta og friðsama landi okkar búa tvær þjóðir. Önnur nýtur tækifæra sem hin fær ekki notið. Það er tómt mál að tala um jöfn tækifæri og frelsi, þegar það er alltaf vitlaust gefið. Það þarf að kjósa um sanngirni í landbúnaðar- og neytendamálum; að einstökum aðilum verði ekki, í skjóli ríkisins, gert kleift að hagnast á einokun og ofurálagningu. Það þarf að kjósa um aukna fjárveitingu í heilbrigðismálin og breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfinu. Það þarf að kjósa um mannúð gagnvart útlendingum, eldri borgurum, öryrkjum og ungu fólki. Flestir flokkanna munu setja áherslur sínar á ofangreint í einhverjum mæli, með mistrúverðugum hætti. Það er mikilvægt að valdhafarnir, sem og stjórnarandstaðan, svari því af hverju ætti að treysta þeim fyrir þessum verkefnum – hvað það sé í fortíð þeirra sem gefi það til kynna að staðið verði við stóru orðin í þetta skiptið. Af því kosningarnar í haust verða uppgjör. Uppgjör við spillingu, einkavinavæðingu og misskiptingu. Hér verður að vera rétt gefið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí