Enski boltinn

Akureyringar styrkja sig fyrir seinni umferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór/KA er aðeins fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.
Þór/KA er aðeins fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. vísir/anton
Bandaríski miðjumaðurinn Zaneta Wyne er komin með leikheimild með liði Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Wyne lék síðast með Apollon á Kýpur. Hún spilaði með kýpverska liðinu gegn Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Stjörnukonur unnu leikinn 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Wyne þekkir ágætlega til hér á landi en sumarið 2014 lék hún með Víkingi Ó. Wyne lék þá 16 leiki í 1. deildinni og skoraði þrjú mörk. Hún hefur einnig leikið í Finnlandi.

Þór/KA hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Norðanstúlkur eru í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig, fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Þá er lið Þórs/KA komið í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem það mætir ÍBV á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×