Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 21:39 Aron Snær Júlíusson úr GKG. Mynd/seth@golf.is Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. Aron er með tveggja högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr GKG og Vikar Jónasson úr Keili. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari frá árinu 2015 lék á pari vallar, og það er útlit fyrir hörkuspennandi keppni á Jaðarsvelli allt fram á sunnudag þegar keppni lýkur. Golfsamband Íslands var með viðtal við þá Aron Snær Júlíusson og Birgi Leif Hafþórsson á heimsíðu sinni en þau má sjá hér fyrir neðan.Aron Snær: Ég ætla mér að vera í toppbaráttunni á þessu móti „Þetta var gott í dag, ég sló eitt lélegt dræv á hringnum og bjargaði þar skolla. Annars var þetta gott golf, ég vippaði í fyrir erni á 15. af um 30 metra færi. Ég ætla mér að vera í toppbaráttunni á þessu móti og þessi hringur kemur mér ekkert á óvart því ég var að slá vel fyrir þetta mót. Jaðarsvöllur er geggjaður, frábærlega vel hannaður og ég er ánægður með völlinn,“ sagði Aron Snær Júlíusson úr GKG við golf.isBirgir Leifur: Ég hefði alveg getað gert aðeins meira „Ég var stöðugur í mínu golfi og sló mörg góð golfhögg. Ég var sáttur við hringinn, ég fékk fugl á 2. og 3., það er gott að fá fugl á 3. við þessar aðstæður sem voru í dag í mótvindi. Það var gott að byrja vel og ég hefði alveg getað gert aðeins meira en ég missti aðeins dampinn. Ég hélt mér inni með góðum vippum. Á 15. gerði ég mistök og þrípúttaði, sem er ekki gott á þessum velli, þar sem maður þarf að nýta sér vel par 5 holurnar,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson úr GJG sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi við golf.is Birgir leikur í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana með Haraldi Franklín Magnús og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni en þeir voru báðir í A-landsliði karla sem Birgir Leifur stýrði á Evrópumótinu fyrir tveimur vikum. „Það er skrítið að vera að keppa við þessa stráka í dag en þeir halda mér á tánum og ungum í anda. Þeir eru góðir vinir mínir og mér leiðist ekki þegar ég næ að slá upphafshöggin lengra en þeir,“ bætti Birgir við í samtalinu við golf.is. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. Aron er með tveggja högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr GKG og Vikar Jónasson úr Keili. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari frá árinu 2015 lék á pari vallar, og það er útlit fyrir hörkuspennandi keppni á Jaðarsvelli allt fram á sunnudag þegar keppni lýkur. Golfsamband Íslands var með viðtal við þá Aron Snær Júlíusson og Birgi Leif Hafþórsson á heimsíðu sinni en þau má sjá hér fyrir neðan.Aron Snær: Ég ætla mér að vera í toppbaráttunni á þessu móti „Þetta var gott í dag, ég sló eitt lélegt dræv á hringnum og bjargaði þar skolla. Annars var þetta gott golf, ég vippaði í fyrir erni á 15. af um 30 metra færi. Ég ætla mér að vera í toppbaráttunni á þessu móti og þessi hringur kemur mér ekkert á óvart því ég var að slá vel fyrir þetta mót. Jaðarsvöllur er geggjaður, frábærlega vel hannaður og ég er ánægður með völlinn,“ sagði Aron Snær Júlíusson úr GKG við golf.isBirgir Leifur: Ég hefði alveg getað gert aðeins meira „Ég var stöðugur í mínu golfi og sló mörg góð golfhögg. Ég var sáttur við hringinn, ég fékk fugl á 2. og 3., það er gott að fá fugl á 3. við þessar aðstæður sem voru í dag í mótvindi. Það var gott að byrja vel og ég hefði alveg getað gert aðeins meira en ég missti aðeins dampinn. Ég hélt mér inni með góðum vippum. Á 15. gerði ég mistök og þrípúttaði, sem er ekki gott á þessum velli, þar sem maður þarf að nýta sér vel par 5 holurnar,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson úr GJG sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi við golf.is Birgir leikur í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana með Haraldi Franklín Magnús og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni en þeir voru báðir í A-landsliði karla sem Birgir Leifur stýrði á Evrópumótinu fyrir tveimur vikum. „Það er skrítið að vera að keppa við þessa stráka í dag en þeir halda mér á tánum og ungum í anda. Þeir eru góðir vinir mínir og mér leiðist ekki þegar ég næ að slá upphafshöggin lengra en þeir,“ bætti Birgir við í samtalinu við golf.is.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15
Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01
Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27