"Verður vonandi ekki jafn drepleiðinlegt og síðast" Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2016 16:30 Það var hart barist í leiknum á Kópavogsvelli fyrir tveimur vikum. vísir/hanna Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00