Kynntust gegnum tölvuleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2016 09:30 Jón Adolf og Karin Esther kynntust gegnum tölvuleik sem þau spiluðu saman, þó ekki í trétölvum! Vísir/Stefán Hjónin Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari og Karin Esther glerlistakona standa fyrir sýningunni Þinn heimur sem er í Perlunni út þennan mánuð. Þau fengu til liðs við sig þrjá aðra listamenn þetta árið, Finnboga, S. Kristinsson listmálara, Karl Gústaf Davíðsson, gull- og silfursmið, og Jóhann Dalberg Sverrisson myndhöggvara. Þetta er í sjötta og síðasta sinn sem þau fá inni í Perlunni því þar eru breytingar fyrirhugaðar en sýningarnar hafa mælst vel fyrir, ekki síst meðal ferðamanna, enda er myndefnið byggt á íslenskri arfleifð á einn eða annan hátt. „Við látum okkur dreyma um að komast inn í Hörpu með sýninguna næsta sumar,“ segir Karin brosandi. Jón Adolf tekur undir það og segir þau jafnan stefna hátt. Karin Esther er hollensk en hefur búið átta ár á Íslandi. „Ég er frá Niðurlöndum,“ segir hún ákveðin og kveðst hafa kynnst Jóni Adolf á netinu, nánar tiltekið gegnum tölvuleik. „Þar hittist fólk alls staðar að úr heiminum, enskan er tungumálið og við spiluðum saman. Svo varð úr því hittingur og hér er ég!“ Jón Adolf er rótgróinn Kópavogsbúi sem byrjaði í útskurði 1986 þegar móðir hans gaf honum námskeið í þeirri list hjá Herði Flosasyni. „Mér þótti gaman að skera út og hafði það sem hobbý til að byrja með en síðan fór ég til Austurríkis á námskeið og þar breyttist hugsun mín í sambandi við listina. Ég var á þeim sama tíma að stofna fyrirtæki í kringum þrif og var kominn með fólk í vinnu en hætti í því þegar allt var á uppleið, flestum til mikillar undrunar. Einbeitti mér bara að útskurðinum og hafði alltaf meira og meira að gera í kringum hann, fór meðal annars að kenna í einkatímum. Mér fannst ég vera bestur, án þess að traðka annað fólk niður. Þannig kenni ég útskurð í dag, allir eiga að hafa þá tilfinningu að þeir séu bestir.“ Jón Adolf segir engin takmörk fyrir því hvað hægt sé að skera út og þess sjást glögg dæmi á sýningunni. Þar er allt frá fartölvum nútímans yfir í skúlptúra sem sækja fyrirmyndir í norræna goðafræði. Ég stoppa við einn slíkan. „Þetta verk tók fimmtán ár. Ég vissi aldrei hvað það yrði. Greip í það öðru hvoru og lagði það frá mér aftur en endaði á að tengja það norrænni goðafræði með því að þræða mína útgáfu af Miðgarðsorminum í gegnum það.“ Hann kveðst sækja mikið í norrænar hefðir, þar á meðal íslenskar. „Mig hefur aldrei vantað ímyndunarafl. Amma sagði mér svo margar sögur úr sveitinni, um álfa, tröll og allt mögulegt og sem krakki las ég allt sem ég náði í, ævintýri, ástarsögur og fróðleik, mamma átti stórt og mikið bókasafn.“ Fyrir sjö árum fór Jón Adolf til Ítalíu að læra að höggva í grjót og heillaðist af því. Síðan kveðst hann hafa unnið í hvort tveggja, grjót og timbur. Honum finnst nauðsynlegt að hafa húmor með í verkunum. „Á tímabili var ég meira á dekkri kantinum og eitthvað að predika en nú hef ég jákvæðnina að leiðarljósi, bæði í listinni og lífinu almennt. Það gefst miklu betur.“ Fljótlega eftir að Karin Esther kom til landsins fór hún að fást við gler, meðal annars að móta úr því skart og hún notar líka ösku og sand, hraun og hrafntinnu í sína listmuni. „Fólk er koma með steina úr sínum byggðarlögum,“ segir hún. „Til dæmis hafa Vestur-Íslendingar komið með steina til mín og beðið mig að búa til hálsmen úr þeim til að hafa eitthvað af fósturjörð forfeðranna með sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hjónin Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari og Karin Esther glerlistakona standa fyrir sýningunni Þinn heimur sem er í Perlunni út þennan mánuð. Þau fengu til liðs við sig þrjá aðra listamenn þetta árið, Finnboga, S. Kristinsson listmálara, Karl Gústaf Davíðsson, gull- og silfursmið, og Jóhann Dalberg Sverrisson myndhöggvara. Þetta er í sjötta og síðasta sinn sem þau fá inni í Perlunni því þar eru breytingar fyrirhugaðar en sýningarnar hafa mælst vel fyrir, ekki síst meðal ferðamanna, enda er myndefnið byggt á íslenskri arfleifð á einn eða annan hátt. „Við látum okkur dreyma um að komast inn í Hörpu með sýninguna næsta sumar,“ segir Karin brosandi. Jón Adolf tekur undir það og segir þau jafnan stefna hátt. Karin Esther er hollensk en hefur búið átta ár á Íslandi. „Ég er frá Niðurlöndum,“ segir hún ákveðin og kveðst hafa kynnst Jóni Adolf á netinu, nánar tiltekið gegnum tölvuleik. „Þar hittist fólk alls staðar að úr heiminum, enskan er tungumálið og við spiluðum saman. Svo varð úr því hittingur og hér er ég!“ Jón Adolf er rótgróinn Kópavogsbúi sem byrjaði í útskurði 1986 þegar móðir hans gaf honum námskeið í þeirri list hjá Herði Flosasyni. „Mér þótti gaman að skera út og hafði það sem hobbý til að byrja með en síðan fór ég til Austurríkis á námskeið og þar breyttist hugsun mín í sambandi við listina. Ég var á þeim sama tíma að stofna fyrirtæki í kringum þrif og var kominn með fólk í vinnu en hætti í því þegar allt var á uppleið, flestum til mikillar undrunar. Einbeitti mér bara að útskurðinum og hafði alltaf meira og meira að gera í kringum hann, fór meðal annars að kenna í einkatímum. Mér fannst ég vera bestur, án þess að traðka annað fólk niður. Þannig kenni ég útskurð í dag, allir eiga að hafa þá tilfinningu að þeir séu bestir.“ Jón Adolf segir engin takmörk fyrir því hvað hægt sé að skera út og þess sjást glögg dæmi á sýningunni. Þar er allt frá fartölvum nútímans yfir í skúlptúra sem sækja fyrirmyndir í norræna goðafræði. Ég stoppa við einn slíkan. „Þetta verk tók fimmtán ár. Ég vissi aldrei hvað það yrði. Greip í það öðru hvoru og lagði það frá mér aftur en endaði á að tengja það norrænni goðafræði með því að þræða mína útgáfu af Miðgarðsorminum í gegnum það.“ Hann kveðst sækja mikið í norrænar hefðir, þar á meðal íslenskar. „Mig hefur aldrei vantað ímyndunarafl. Amma sagði mér svo margar sögur úr sveitinni, um álfa, tröll og allt mögulegt og sem krakki las ég allt sem ég náði í, ævintýri, ástarsögur og fróðleik, mamma átti stórt og mikið bókasafn.“ Fyrir sjö árum fór Jón Adolf til Ítalíu að læra að höggva í grjót og heillaðist af því. Síðan kveðst hann hafa unnið í hvort tveggja, grjót og timbur. Honum finnst nauðsynlegt að hafa húmor með í verkunum. „Á tímabili var ég meira á dekkri kantinum og eitthvað að predika en nú hef ég jákvæðnina að leiðarljósi, bæði í listinni og lífinu almennt. Það gefst miklu betur.“ Fljótlega eftir að Karin Esther kom til landsins fór hún að fást við gler, meðal annars að móta úr því skart og hún notar líka ösku og sand, hraun og hrafntinnu í sína listmuni. „Fólk er koma með steina úr sínum byggðarlögum,“ segir hún. „Til dæmis hafa Vestur-Íslendingar komið með steina til mín og beðið mig að búa til hálsmen úr þeim til að hafa eitthvað af fósturjörð forfeðranna með sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira