Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Kvartanir berast vegna yfirfullra sorptunna í Reykjavík. vísir/Anton brink Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira