Stelpurnar með betra skor en strákarnir í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Íslandsmeistararnir Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með bikarana sem þau voru ekki að vinna í fyrsta sinn á Akureyri í gær. Mynd/GSÍ/Seth „Ég er Íslandsmeistarinn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR í léttum tón þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær eftir að þriðji Íslandsmeistaratitilinn var í höfn. Hún kom inn í hús á 11 höggum undir pari og bætti besta skor konu á Íslandsmótinu um tólf högg. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Íslandsmeistarinn hjá körlunum, kom inn á átta höggum undir pari. Frábær frammistaða hjá honum og mjög gott skor en í fyrsta sinn voru stelpurnar með betra skor en strákarnir.Kvennagolfið öflugt á Íslandi „Það er geggjað að vera á betra skori en strákarnir því það hefur aldrei gerst áður. Það er líka frábært að sjá að kvennagolfið er orðið svona öflugt á Íslandi,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún lék á tveimur höggum betur en Valdís Þóra Jónsdóttir. „Fyrri níu holurnar voru hlutinn minn á þessu móti og ég byrjaði þetta með trompi í dag (í gær),“ sagði Ólafía Þórunn og það er hægt að taka undir það enda spilaði hún fyrstu níu holurnar á 13 höggum undir pari þessa fjóra daga.Erfitt að bæta þetta met „Ég fann alveg fyrir því fyrir mótið að fólk var að búast við einhverju svakalegu af mér. Ég náði að spila svona vel þrátt fyrir þessa pressu. Þessi sigur er extra sætur og það er bara klikkað að vera ellefu undir pari. Það verður erfitt að bæta þetta met,“ sagði Ólafía. Hún missti Valdísi Þóru fram fyrir sig á þriðja hring. „Þetta var hörkukeppni og Valdís var líka á góðu skori. Það var bara fínt að taka pressuna af mér fyrir lokadaginn. Hún átti góðan dag í gær og ég átti frábæran dag í dag (í gær),“ sagði Ólafía. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill hennar en hún vill fleiri. „Vonandi get ég tekið þátt í sem flestum Íslandsmótum og að þau stangist ekki á við einhver önnur mót. Ég er búin að bæta mig mjög mikið síðan í fyrra, er orðin mun stöðugri og held vonandi bara áfram að bæta mig. Ég er búin að bæta leikskipulagið mitt mikið. Ég er því ekki að gera nein heimskuleg mistök,“ sagði Ólafía.Sýndi sparihliðarnar Birgir Leifur setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að bæta Íslandsmet Úlfars Jónssonar og Björgvin Þorsteinssonar sem unnu á sínum tíma sex Íslandsmeistaratitla hvor. Nú er metið hans. „Ég setti mér markmið fyrir ekkert svo löngu að reyna við metið. Það er alltaf frábær tilfinning að ná markmiðum,“ sagði Birgir Leifur. Hann var þremur höggum á eftir efstu mönnum en átti frábæran lokadag. „Það var ekkert annað í boði. Ég þurfti bara að sýna sparihliðarnar til að eiga möguleika því strákarnir voru að spila frábært golf. Þetta small allt saman í dag. Þetta er fyrsti sigurinn af þessum sjö þar sem ég kem til baka eftir að hafa verið fjórum höggum á eftir. Það var virkilega sætt að geta komið með einn svoleiðis,“ sagði Birgir Leifur. Birgir Leifur lék lokadaginn á fimm höggum undir pari og landaði sigri. Hann hafði betur en ungu strákarnir sem hann er að vinna með í landsliðinu og getur minnt þá á það. „Það er flott kynslóð að koma upp og gaman að stríða þeim enn þá. Þeir stríða mér allavega nógu mikið á því hvað ég er orðinn gamall. Nú fá þeir það óþvegið til baka,“ sagði Birgir Leifur léttur. „Ég ætla að njóta sigursins. Ég er að sprikla í atvinnumennskunni aðeins líka, vinna með landsliðinu og að vinna fyrir GKG líka. Ég er því með mörg járn í eldinum og nóg af golfi fram undan,“ sagði Birgir Leifur sem vill ekkert gefa út hvort hann ætli að bæta þeim áttunda við. Það á eftir að koma í ljós. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:45 Birgir Leifur: Unaðsleg tilfinning Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:55 Ólafía Þórunn: Það besta sem ég hef gert Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR spilaði frábærlega á Íslandmótinu í golfi og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Hún endaði á því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. 24. júlí 2016 17:05 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
„Ég er Íslandsmeistarinn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR í léttum tón þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær eftir að þriðji Íslandsmeistaratitilinn var í höfn. Hún kom inn í hús á 11 höggum undir pari og bætti besta skor konu á Íslandsmótinu um tólf högg. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Íslandsmeistarinn hjá körlunum, kom inn á átta höggum undir pari. Frábær frammistaða hjá honum og mjög gott skor en í fyrsta sinn voru stelpurnar með betra skor en strákarnir.Kvennagolfið öflugt á Íslandi „Það er geggjað að vera á betra skori en strákarnir því það hefur aldrei gerst áður. Það er líka frábært að sjá að kvennagolfið er orðið svona öflugt á Íslandi,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún lék á tveimur höggum betur en Valdís Þóra Jónsdóttir. „Fyrri níu holurnar voru hlutinn minn á þessu móti og ég byrjaði þetta með trompi í dag (í gær),“ sagði Ólafía Þórunn og það er hægt að taka undir það enda spilaði hún fyrstu níu holurnar á 13 höggum undir pari þessa fjóra daga.Erfitt að bæta þetta met „Ég fann alveg fyrir því fyrir mótið að fólk var að búast við einhverju svakalegu af mér. Ég náði að spila svona vel þrátt fyrir þessa pressu. Þessi sigur er extra sætur og það er bara klikkað að vera ellefu undir pari. Það verður erfitt að bæta þetta met,“ sagði Ólafía. Hún missti Valdísi Þóru fram fyrir sig á þriðja hring. „Þetta var hörkukeppni og Valdís var líka á góðu skori. Það var bara fínt að taka pressuna af mér fyrir lokadaginn. Hún átti góðan dag í gær og ég átti frábæran dag í dag (í gær),“ sagði Ólafía. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill hennar en hún vill fleiri. „Vonandi get ég tekið þátt í sem flestum Íslandsmótum og að þau stangist ekki á við einhver önnur mót. Ég er búin að bæta mig mjög mikið síðan í fyrra, er orðin mun stöðugri og held vonandi bara áfram að bæta mig. Ég er búin að bæta leikskipulagið mitt mikið. Ég er því ekki að gera nein heimskuleg mistök,“ sagði Ólafía.Sýndi sparihliðarnar Birgir Leifur setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að bæta Íslandsmet Úlfars Jónssonar og Björgvin Þorsteinssonar sem unnu á sínum tíma sex Íslandsmeistaratitla hvor. Nú er metið hans. „Ég setti mér markmið fyrir ekkert svo löngu að reyna við metið. Það er alltaf frábær tilfinning að ná markmiðum,“ sagði Birgir Leifur. Hann var þremur höggum á eftir efstu mönnum en átti frábæran lokadag. „Það var ekkert annað í boði. Ég þurfti bara að sýna sparihliðarnar til að eiga möguleika því strákarnir voru að spila frábært golf. Þetta small allt saman í dag. Þetta er fyrsti sigurinn af þessum sjö þar sem ég kem til baka eftir að hafa verið fjórum höggum á eftir. Það var virkilega sætt að geta komið með einn svoleiðis,“ sagði Birgir Leifur. Birgir Leifur lék lokadaginn á fimm höggum undir pari og landaði sigri. Hann hafði betur en ungu strákarnir sem hann er að vinna með í landsliðinu og getur minnt þá á það. „Það er flott kynslóð að koma upp og gaman að stríða þeim enn þá. Þeir stríða mér allavega nógu mikið á því hvað ég er orðinn gamall. Nú fá þeir það óþvegið til baka,“ sagði Birgir Leifur léttur. „Ég ætla að njóta sigursins. Ég er að sprikla í atvinnumennskunni aðeins líka, vinna með landsliðinu og að vinna fyrir GKG líka. Ég er því með mörg járn í eldinum og nóg af golfi fram undan,“ sagði Birgir Leifur sem vill ekkert gefa út hvort hann ætli að bæta þeim áttunda við. Það á eftir að koma í ljós.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:45 Birgir Leifur: Unaðsleg tilfinning Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:55 Ólafía Þórunn: Það besta sem ég hef gert Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR spilaði frábærlega á Íslandmótinu í golfi og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Hún endaði á því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. 24. júlí 2016 17:05 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:45
Birgir Leifur: Unaðsleg tilfinning Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:55
Ólafía Þórunn: Það besta sem ég hef gert Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR spilaði frábærlega á Íslandmótinu í golfi og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Hún endaði á því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. 24. júlí 2016 17:05
Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33