Leiðsögn um Rætur Árbæjar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Hér má sjá einn af könnunarskurðunum. Víst er að skurðirnir geta og hafa nú þegar sagt okkur ýmislegt um sögu bæjarstæðis Árbæjar. Mynd/Árbæjarsafn Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí. Fornminjar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí.
Fornminjar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira