Færeyjar: Þrefalt hærra verð fyrir auðlindina með kvótauppboði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júlí 2016 00:00 Frá Færeyjum. vísir/gva Fyrsti hluti kvótauppboðs Færeyinga, sem fram fór fyrr í mánuðinum, skilaði 57,5 milljónum danskra króna í landskassann. Sé upphæðin reiknuð yfir í íslenskar krónur nemur hún rúmum milljarði króna. Heimild til uppboðsins var samþykkt í apríl í ár. Aðeins brot heildarafla Færeyinga var boðinn upp. Í hollinu nú var um að ræða 9.000 tonn af makríl, 4.000 tonn af Norður-Atlantshafssíld og 2.400 tonn af botnfiski á Barentshafsmiðum. Uppboð á 20.000 tonnum af kolmunna fer síðan fram undir lok komandi mánaðar. Í öllum tilfellum nemur magnið um einum tíunda af afla ársins 2015 í umræddum tegundum. Líkt og áður segir kom andvirði rúmlega milljarðs íslenskra króna í færeyska „landskassann“. Meðalverð fyrir hvert kíló af makríl varð 3,64 danskar krónur (65,34 ISK), síldinni 3,57 DKK (64,12 ISK) og botnfiskurinn seldist á 3,35 krónur danskar (60,14 ISK).Veiðigjald greiðist af öðrum afla Skip sem ekki keyptu kvóta þurfa að greiða veiðigjald af afla sínum. Fyrir hvert kíló af makríl greiðist ein dönsk króna, 75 aurar fyrir hvert kíló af Norður-Atlantshafssíld og tuttugu aurar fyrir kolmunnann. Veiðigjald hins uppboðna afla hefði numið 16 milljónum danskra króna. Því fékkst ríflega þrefalt meira fyrir fiskinn með uppboðinu en hefði fengist með veiðigjaldinu. Sömu tegundir eru háðar veiðigjaldi hér á landi. Samkvæmt reglugerð um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds, fyrir fiskveiðiárið sem senn er á enda, greiðast 8,37 íslenskar krónur í ríkissjóð fyrir hvert kíló af veiddum makríl, 1,58 krónur fyrir kolmunna og 7,81 krónur fyrir síld. Íslenska veiðigjaldið er því lægra en hið færeyska. Meðal markmiða uppboðsins var að gjald fyrir fiskinn sér ekki bundið í lög heldur að markaðurinn ákveði hvað útgerðarfélög greiði til hins opinbera. Þá er einnig vonast til þess að fyrirkomulagið muni hafa það í för með sér að nýtni í framleiðslunni muni aukast. Færeyingar hafa áður gert tilraunir með kvótauppboð en árið 2011 buðu þeir upp 20.000 tonn af makrílkvóta. Það uppboð var opið en það þýðir að allir þeir sem bjóða sjá upphæðina sem aðrir bjóða en ekki hver það er sem býður. Hæstbjóðandi hlýtur útboðna magnið á því verði. Deilur standa yfir um hvort því skipi, sem hlaut stærstan hluta uppsjávarkvótans, hafi verið heimilt að taka þátt í uppboðinu.vísir/óskarTíu skip keyptu kvóta Í ár var farin blönduð leið, það er hluti kvótans var boðinn upp í lokuðu uppboði. Þá skyldu útgerðir skila inn lokuðu umslagi þar sem tilgreint skyldi í hve mörg tonn er boðið í og hvert kílóverðið skyldi vera. Hæstbjóðendur fengju síðan þann kvóta sem þeir buðu í á lægsta samþykkta verði, það er „lægsti hæstbjóðandi“ ræður verði fyrir alla hina. Skipið Norðingur var fékk mestan kvóta til sín eða ríflega þriðjung makrílkvótans og tvo þriðju af síldarkvótanum. Alls eru það um 6.400 tonn. Deilur standa nú yfir um hvort eigendum skipsins hafi verið heimilt að taka þátt í uppboðinu þar sem skipið greiðir skipverjum sínum ekki eftir réttum kjarasamningum. Í botnfisksuppboðinu hlaut Gadus mestan kvóta eða tvo þriðju hans. Skipið hlaut til að mynda öll 1.200 tonninn í opna uppboðinu sem fram fór 11. júlí síðastliðinn. Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taki við árið 2018 Færeyingar innleiddu kvótakerfi, að íslenskri fyrirmynd, á upphafsárum tíunda áratugs síðustu aldar en lögðu það af árið 1997. Síðan þá hafa þeir byggt kerfi sitt að stærstum hluta á sóknardögum. Í upphafi þessa árs var skipuð níu manna nefnd sem fengið hefur verið það hlutverk að endurskoða fiskveiðilöggjöf eyjanna. Nefndinni var ætlað að skila af sér tillögum þann 1. ágúst næstkomandi en hún hefur fengið frest til 1. október til að skila af sér. Stefnt er að því að hin nýja löggjöf muni taka gildi árið 2018. Kosningar voru í Færeyjum á síðasta ári en eftir þær tók við ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. Einn óháður þingmaður ver stjórnina falli. Meðal helstu stefnumála ríkisstjórnarinnar var lögleiðing samkynja hjónabanda og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á afla Færeyinga og Íslendinga í umræddum tegundum. Að vísu er þar aðeins skoðaður þorskafli en ekki allur botnfiskur. Sé litið á allan afla þjóðanna á síðasta ári, óháð tegundum, veiddu Færeyingar alls 585.545 tonn af fiski en Íslendingar 1.272.894 tonn.Create line charts Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrsti hluti kvótauppboðs Færeyinga, sem fram fór fyrr í mánuðinum, skilaði 57,5 milljónum danskra króna í landskassann. Sé upphæðin reiknuð yfir í íslenskar krónur nemur hún rúmum milljarði króna. Heimild til uppboðsins var samþykkt í apríl í ár. Aðeins brot heildarafla Færeyinga var boðinn upp. Í hollinu nú var um að ræða 9.000 tonn af makríl, 4.000 tonn af Norður-Atlantshafssíld og 2.400 tonn af botnfiski á Barentshafsmiðum. Uppboð á 20.000 tonnum af kolmunna fer síðan fram undir lok komandi mánaðar. Í öllum tilfellum nemur magnið um einum tíunda af afla ársins 2015 í umræddum tegundum. Líkt og áður segir kom andvirði rúmlega milljarðs íslenskra króna í færeyska „landskassann“. Meðalverð fyrir hvert kíló af makríl varð 3,64 danskar krónur (65,34 ISK), síldinni 3,57 DKK (64,12 ISK) og botnfiskurinn seldist á 3,35 krónur danskar (60,14 ISK).Veiðigjald greiðist af öðrum afla Skip sem ekki keyptu kvóta þurfa að greiða veiðigjald af afla sínum. Fyrir hvert kíló af makríl greiðist ein dönsk króna, 75 aurar fyrir hvert kíló af Norður-Atlantshafssíld og tuttugu aurar fyrir kolmunnann. Veiðigjald hins uppboðna afla hefði numið 16 milljónum danskra króna. Því fékkst ríflega þrefalt meira fyrir fiskinn með uppboðinu en hefði fengist með veiðigjaldinu. Sömu tegundir eru háðar veiðigjaldi hér á landi. Samkvæmt reglugerð um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds, fyrir fiskveiðiárið sem senn er á enda, greiðast 8,37 íslenskar krónur í ríkissjóð fyrir hvert kíló af veiddum makríl, 1,58 krónur fyrir kolmunna og 7,81 krónur fyrir síld. Íslenska veiðigjaldið er því lægra en hið færeyska. Meðal markmiða uppboðsins var að gjald fyrir fiskinn sér ekki bundið í lög heldur að markaðurinn ákveði hvað útgerðarfélög greiði til hins opinbera. Þá er einnig vonast til þess að fyrirkomulagið muni hafa það í för með sér að nýtni í framleiðslunni muni aukast. Færeyingar hafa áður gert tilraunir með kvótauppboð en árið 2011 buðu þeir upp 20.000 tonn af makrílkvóta. Það uppboð var opið en það þýðir að allir þeir sem bjóða sjá upphæðina sem aðrir bjóða en ekki hver það er sem býður. Hæstbjóðandi hlýtur útboðna magnið á því verði. Deilur standa yfir um hvort því skipi, sem hlaut stærstan hluta uppsjávarkvótans, hafi verið heimilt að taka þátt í uppboðinu.vísir/óskarTíu skip keyptu kvóta Í ár var farin blönduð leið, það er hluti kvótans var boðinn upp í lokuðu uppboði. Þá skyldu útgerðir skila inn lokuðu umslagi þar sem tilgreint skyldi í hve mörg tonn er boðið í og hvert kílóverðið skyldi vera. Hæstbjóðendur fengju síðan þann kvóta sem þeir buðu í á lægsta samþykkta verði, það er „lægsti hæstbjóðandi“ ræður verði fyrir alla hina. Skipið Norðingur var fékk mestan kvóta til sín eða ríflega þriðjung makrílkvótans og tvo þriðju af síldarkvótanum. Alls eru það um 6.400 tonn. Deilur standa nú yfir um hvort eigendum skipsins hafi verið heimilt að taka þátt í uppboðinu þar sem skipið greiðir skipverjum sínum ekki eftir réttum kjarasamningum. Í botnfisksuppboðinu hlaut Gadus mestan kvóta eða tvo þriðju hans. Skipið hlaut til að mynda öll 1.200 tonninn í opna uppboðinu sem fram fór 11. júlí síðastliðinn. Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taki við árið 2018 Færeyingar innleiddu kvótakerfi, að íslenskri fyrirmynd, á upphafsárum tíunda áratugs síðustu aldar en lögðu það af árið 1997. Síðan þá hafa þeir byggt kerfi sitt að stærstum hluta á sóknardögum. Í upphafi þessa árs var skipuð níu manna nefnd sem fengið hefur verið það hlutverk að endurskoða fiskveiðilöggjöf eyjanna. Nefndinni var ætlað að skila af sér tillögum þann 1. ágúst næstkomandi en hún hefur fengið frest til 1. október til að skila af sér. Stefnt er að því að hin nýja löggjöf muni taka gildi árið 2018. Kosningar voru í Færeyjum á síðasta ári en eftir þær tók við ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. Einn óháður þingmaður ver stjórnina falli. Meðal helstu stefnumála ríkisstjórnarinnar var lögleiðing samkynja hjónabanda og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á afla Færeyinga og Íslendinga í umræddum tegundum. Að vísu er þar aðeins skoðaður þorskafli en ekki allur botnfiskur. Sé litið á allan afla þjóðanna á síðasta ári, óháð tegundum, veiddu Færeyingar alls 585.545 tonn af fiski en Íslendingar 1.272.894 tonn.Create line charts
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira