Cantona við Zlatan: Það er bara einn kóngur í Manchester, þú mátt vera prinsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2016 16:15 vísir/getty Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30