Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:45 Jordan Spieth var spenntur en virðist nú hræddur við að fara. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira