Dega-fjölskyldan aftur á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2016 06:00 Dega-fjölskyldan við heimili þeirra í Hafnarfirði eftir að þeim var gert kunnugt um synjun Útlendingastofnunar. Fjölskyldan gafst ekki upp og er komin aftur til landsins. Vísir/AntonBrink Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira