Fimmfaldur ÓL-meistari: Golfararnir eru bara að nota Zika-veiruna sem afsökun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 13:45 Steve Redgrave veit allt um það að keppa og vinna á Ólympíuleikum. Vísir/Getty Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. Leikarnir fara fram í Ríó í Brasilíu í næsta mánuði en þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir í Suður-Ameríku og sögulegir leikar fyrir golfíþróttina. Redgrave hefur þá skoðun að kylfingarnir séu hreinlega ekki tilbúnir að fórna mótum með vegleg verðlaunafé fyrir að eyða nokkrum vikum í Ríó. Að hans mati eru því peningalegar ástæður fyrir því að þeir verði ekki með. „Ég hefði hugsað mig um sjálfur en bara einu sinni. Róðrarliðið hefur fengið góða útskýringu á Zika-veirunni og um hvað þau eiga og eiga ekki að vera að gera," sagði Sir Steve Redgrave í viðtalinu við BBC og bætti við: „Skoðum bara þá áhættu sem Alþjóðaólympíunefndin væri að taka með því að gefa það út að það sé óhætt að fara til Ríó en svo kemur upp Zika-tilfelli meðal íþróttafólksins. Alþjóðaólympíunefndin væri með því að setja framtíð leikanna í hættu," sagði Redgrave. „Karlkynskylfingarnir eru líka að hætta við þátttöku en ekki konurnar. Ég held bara að þeir séu að nota þetta sem afsökun til að sleppa við að fórna öðrum mótum fyrir leikana. Þeir kunna örugglega að meta Ólympíuleikana en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru risamótin miklu mikilvægari. Það bjóðast líka miklir peningar á gólfmótunum en þessir kylfingar fá enga peninga fyrir að keppa á Ólympíuleikunum," sagði Redgrave. Jordan Spieth, sem er í þriðja sæti heimslistans í golfi, var sá síðasti til að hætta við þátttöku en þar með er ljóst að fjórir bestu kylfingar heims samkvæmt heimslistanum verða fjarverandi á fyrstu Ólympíukeppni golfíþróttarinnar í 112 ár. Áður höfðu þeir Jason Day (númer 1), Dustin Johnson (númer 2) og Rory McIlroy (númer 4) gefið það út að þeir þori ekki til Ríó vegna Zika-veirunnar þar sem að þeir séu allir að hugsa um að stækka fjölskylduna sína. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. Leikarnir fara fram í Ríó í Brasilíu í næsta mánuði en þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir í Suður-Ameríku og sögulegir leikar fyrir golfíþróttina. Redgrave hefur þá skoðun að kylfingarnir séu hreinlega ekki tilbúnir að fórna mótum með vegleg verðlaunafé fyrir að eyða nokkrum vikum í Ríó. Að hans mati eru því peningalegar ástæður fyrir því að þeir verði ekki með. „Ég hefði hugsað mig um sjálfur en bara einu sinni. Róðrarliðið hefur fengið góða útskýringu á Zika-veirunni og um hvað þau eiga og eiga ekki að vera að gera," sagði Sir Steve Redgrave í viðtalinu við BBC og bætti við: „Skoðum bara þá áhættu sem Alþjóðaólympíunefndin væri að taka með því að gefa það út að það sé óhætt að fara til Ríó en svo kemur upp Zika-tilfelli meðal íþróttafólksins. Alþjóðaólympíunefndin væri með því að setja framtíð leikanna í hættu," sagði Redgrave. „Karlkynskylfingarnir eru líka að hætta við þátttöku en ekki konurnar. Ég held bara að þeir séu að nota þetta sem afsökun til að sleppa við að fórna öðrum mótum fyrir leikana. Þeir kunna örugglega að meta Ólympíuleikana en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru risamótin miklu mikilvægari. Það bjóðast líka miklir peningar á gólfmótunum en þessir kylfingar fá enga peninga fyrir að keppa á Ólympíuleikunum," sagði Redgrave. Jordan Spieth, sem er í þriðja sæti heimslistans í golfi, var sá síðasti til að hætta við þátttöku en þar með er ljóst að fjórir bestu kylfingar heims samkvæmt heimslistanum verða fjarverandi á fyrstu Ólympíukeppni golfíþróttarinnar í 112 ár. Áður höfðu þeir Jason Day (númer 1), Dustin Johnson (númer 2) og Rory McIlroy (númer 4) gefið það út að þeir þori ekki til Ríó vegna Zika-veirunnar þar sem að þeir séu allir að hugsa um að stækka fjölskylduna sína.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira