Var amma glæpon? Bjarni Karlsson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt. Hún kynntist þýskum hermanni sem undirbjó flótta sinn úr her Hitlers og þau urðu par. Eftir mikinn hildarleik fékk hann að stríði loknu vafasöm vegabréf í gegnum dönsku andspyrnuhreyfinguna og saman flúðu þau frá meginlandinu siglandi á skútu suður eftir álfu allt til Norður-Afríku þar sem þýskur liðhlaupi taldi sig hólpinn. Nokkrum árum síðar héldu þau til Bandaríkjanna sem þá var land tækifæranna og bjuggu þar til æviloka. Hún var húsmóðir en hann var rafeindavirki og eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði á langri starfsævi gegnt trúnaðarstörfum í þágu bandarískra varnarmála. Þessi kona hét Aðalheiður Stefánsdóttir og var föðuramma mín, hann hét Carl Buthe. Ef þessum flóttamönnum hefði skolað í hendur Útlendingastofnunar hefðu þau verið handtekin, send til baka og aldrei litið á þeirra mál með tilvísun til Dyflinnarsamkomulagsins. Um og eftir seinna stríð var gríðarlegur flóttamannastraumur í álfunni. Í dag minnir ástandið um margt á þá tíma. Kjarni kristinnar breytni er miskunn og samstaða. Kristnir söfnuðir í landinu hafa ætíð verið miðstöðvar þeirrar viðleitni þótt mörgum hafi þótt yfirstjórn þjóðkirkjunnar misskilja hlutverk sitt á köflum og jafnvel skapa ranglætinu skjól. Nú gengur biskup Íslands fram og vill að kirkjan fari að eðli sínu og reynist skjól hinum skjóllausu. Mikið er það gleðilegt og hressandi. Takk frú Agnes.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt. Hún kynntist þýskum hermanni sem undirbjó flótta sinn úr her Hitlers og þau urðu par. Eftir mikinn hildarleik fékk hann að stríði loknu vafasöm vegabréf í gegnum dönsku andspyrnuhreyfinguna og saman flúðu þau frá meginlandinu siglandi á skútu suður eftir álfu allt til Norður-Afríku þar sem þýskur liðhlaupi taldi sig hólpinn. Nokkrum árum síðar héldu þau til Bandaríkjanna sem þá var land tækifæranna og bjuggu þar til æviloka. Hún var húsmóðir en hann var rafeindavirki og eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði á langri starfsævi gegnt trúnaðarstörfum í þágu bandarískra varnarmála. Þessi kona hét Aðalheiður Stefánsdóttir og var föðuramma mín, hann hét Carl Buthe. Ef þessum flóttamönnum hefði skolað í hendur Útlendingastofnunar hefðu þau verið handtekin, send til baka og aldrei litið á þeirra mál með tilvísun til Dyflinnarsamkomulagsins. Um og eftir seinna stríð var gríðarlegur flóttamannastraumur í álfunni. Í dag minnir ástandið um margt á þá tíma. Kjarni kristinnar breytni er miskunn og samstaða. Kristnir söfnuðir í landinu hafa ætíð verið miðstöðvar þeirrar viðleitni þótt mörgum hafi þótt yfirstjórn þjóðkirkjunnar misskilja hlutverk sitt á köflum og jafnvel skapa ranglætinu skjól. Nú gengur biskup Íslands fram og vill að kirkjan fari að eðli sínu og reynist skjól hinum skjóllausu. Mikið er það gleðilegt og hressandi. Takk frú Agnes.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun