Mazda þróar pallbíl með Isuzu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:40 Mazda BT-50. Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent
Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent