Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2016 20:20 Mickelson var hársbreidd frá því að leika fyrsta hringinn á 62 höggum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Troon Golf Club í Ayrshire í Skotlandi.Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag lék Mickelson fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Mickelson jafnaði metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti frá upphafi og setti vallarmet í leiðinni. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari. Átta af 11 efstu kylfingum eftir fyrsta hring á Opna breska koma frá Bandaríkjunum. Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari. Næstu menn á heimslistanum, Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í dag, eða á pari vallarins. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Troon Golf Club í Ayrshire í Skotlandi.Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag lék Mickelson fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Mickelson jafnaði metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti frá upphafi og setti vallarmet í leiðinni. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari. Átta af 11 efstu kylfingum eftir fyrsta hring á Opna breska koma frá Bandaríkjunum. Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari. Næstu menn á heimslistanum, Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í dag, eða á pari vallarins.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira