Segir mikla fordóma hér á landi gagnvart óperutónlist Magnús Guðmundsson skrifar 16. júlí 2016 10:30 Bjarni Thor segir að saga óperunnar á Íslandi sé stutt en viðburðarík og margt skemmtilegt hafi á daga drifið. Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira