Sjö fuglar á lokahringnum er Signý sigraði Borgunarmótið Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 16:49 Signý með sigurverðlaunin að leikslokum Mynd/GSÍ Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum í Borgunarmótinu í dag en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni en í verðlaun fékk Signý Hvaleyrarbikarinn. Signý hóf daginn níu höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir en hún var fljót að vinna það forskot upp í dag. Guðrún Brá lék fyrri níu holur vallarins í dag á pari, fékk einn fugl og einn skolla en á sama tíma var Signý aldrei langt undan. Signý fékk fjóra fugla á fyrstu sex holunum en fylgdi því eftir með tvöföldum skolla og var á pari eftir fyrri níu. Á seinni níu krækti hún í þrjá fugla og fékk tvo skolla og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og alls átta höggum yfir pari. Fékk hún alls sjö fugla á lokahringnum en hún fékk einn fugl á fyrstu tveimur hringjum mótsins. Guðrún Brá byrjaði seinni níu holur dagsins illa og fékk tvo skolla og tvöfaldan skolla á fyrstu fjórum holunum en lék síðustu fimm holurnar á einu höggi yfir pari og lauk leik á tólf höggum yfir pari. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum í Borgunarmótinu í dag en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni en í verðlaun fékk Signý Hvaleyrarbikarinn. Signý hóf daginn níu höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir en hún var fljót að vinna það forskot upp í dag. Guðrún Brá lék fyrri níu holur vallarins í dag á pari, fékk einn fugl og einn skolla en á sama tíma var Signý aldrei langt undan. Signý fékk fjóra fugla á fyrstu sex holunum en fylgdi því eftir með tvöföldum skolla og var á pari eftir fyrri níu. Á seinni níu krækti hún í þrjá fugla og fékk tvo skolla og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og alls átta höggum yfir pari. Fékk hún alls sjö fugla á lokahringnum en hún fékk einn fugl á fyrstu tveimur hringjum mótsins. Guðrún Brá byrjaði seinni níu holur dagsins illa og fékk tvo skolla og tvöfaldan skolla á fyrstu fjórum holunum en lék síðustu fimm holurnar á einu höggi yfir pari og lauk leik á tólf höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira