Viðskipti erlent

Gervipeningar fyrir flóttamenn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í bænum Gioiosa Ionica búa um þessar mundir 75 flóttamenn.
Í bænum Gioiosa Ionica búa um þessar mundir 75 flóttamenn. Mynd/Wikimedia Commons
Í smábænum Gioiosa Ionica á Suður-Ítalíu eru flóttamenn látnir nota gerviseðla til að versla við íbúa bæjarins.

Seðlarnir eru í raun hluti af stuðningskerfi flóttamanna og virka sem inneignarnótur. Flóttamenn mega eyða peningunum í það sem þeir vilja, en einungis innan bæjarmarka til að bæjarbúar hagnist af viðveru þeirra. Í frétt BBC um málið segir að flóttamennirnir 75 í bænum hafi meðal annars skapað tuttugu ný störf.

Bæjarstjórnin fær jafnvirði 4.700 íslenskra króna á dag fyrir nauðsynjar handa flóttamönnum, þeim býðst svo að vinna í bænum og verða sér þannig úti um reynslu.

Seðlarnir eru á formi gervi-evra, á 10 evru seðlinum er Che Guevara, á 20 evru seðlinum er Hugo Chavez og Karl Marx er á 50 evru seðlinum. Á hinni hliðinni er svo Giovanni Maiolo, sem sér um flóttamannamál í bænum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×