Samsung kaupir í BYD Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 13:44 BYD framleiðir breiða línu fólksbíla og flutningabíla. Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent