Porsche 911 Turbo S bakar Jaguar F Type AWD Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 16:55 Bílablaðið EVO efnir reglulega til einvígis milli bíla sem eru með krafta í kögglum og birtir á Youtube vefnum. Það nýjast frá þeim er athyglivert einvígi milli Porsche 911 Turbo S bíls og Jaguar F Type R AWD. Margir bílaframleiðendur halda að þeir eigi einhvern séns í bíla Porsche en flestir fara með skottið á milli lappanna eftir þær rimmur. Það á einnig við hér. Porsche 911 Turbo S bíllinn er svo fljótur að það þarf margfalt dýrari ofurbíla til að skáka honum. Hann er 572 hestöfl en Jaguar bíllinn 542 hestöfl, svo ekki munar miklu á aflinu, en það sem ríður baggamuninn er gripfesta Porsche bílsins og árangur Porsche manna að skila öllu aflinu í malbikið, auk frábærrar PDK-sjálfskiptingar bílsins. Hann er litlar 2,6 sekúndur í 100 km hraða, fer kvartmíluna á 10,5 sekúndum og hálfa mílu á 16,7 sekúndum. Jaguar bíllinn er 3,5 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir svo til sama afl, er fjórhjóladrifinn eins og Porsche 911 Turbo S bíllinn en hann er þó sýnu þyngri. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Það þarf meira en þetta til að slá við Porsche 911 Turbo S. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Bílablaðið EVO efnir reglulega til einvígis milli bíla sem eru með krafta í kögglum og birtir á Youtube vefnum. Það nýjast frá þeim er athyglivert einvígi milli Porsche 911 Turbo S bíls og Jaguar F Type R AWD. Margir bílaframleiðendur halda að þeir eigi einhvern séns í bíla Porsche en flestir fara með skottið á milli lappanna eftir þær rimmur. Það á einnig við hér. Porsche 911 Turbo S bíllinn er svo fljótur að það þarf margfalt dýrari ofurbíla til að skáka honum. Hann er 572 hestöfl en Jaguar bíllinn 542 hestöfl, svo ekki munar miklu á aflinu, en það sem ríður baggamuninn er gripfesta Porsche bílsins og árangur Porsche manna að skila öllu aflinu í malbikið, auk frábærrar PDK-sjálfskiptingar bílsins. Hann er litlar 2,6 sekúndur í 100 km hraða, fer kvartmíluna á 10,5 sekúndum og hálfa mílu á 16,7 sekúndum. Jaguar bíllinn er 3,5 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir svo til sama afl, er fjórhjóladrifinn eins og Porsche 911 Turbo S bíllinn en hann er þó sýnu þyngri. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Það þarf meira en þetta til að slá við Porsche 911 Turbo S.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent