Íslenski boltinn

Skagaliðin með fullt hús á KR-velli í fyrsta sinn í 29 ár | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagakonur fagna marki Megan Dunnigan í kvöld.
Skagakonur fagna marki Megan Dunnigan í kvöld. Vísir/Eyþór
Skagakonur sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld og léku þar eftir afrek karlaliðs félagsins frá því fyrir 26 dögum síðan.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1987 sem báðir meistaraflokkar vinna leiki sína á KR-velli á sama sumri í efstu deild.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.

Megan Dunnigan var hetja kvennaliðsins því hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri í kvöld en Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörkin þegar karlalið ÍA vann 2-1 sigur á KR á KR-vellinum  23. júní síðastliðinn.

Megan Dunnigan hefur skorað öll þrjú mörk ÍA í Pepsi-deildinni í sumar og Garðar hefur skorað 10 af 14 mörkum karlaliðsins.

KR-liðin unnu líka báða leiki sína sumarið 1987. Konurnar unnu þá 2-1 sigur 19. júní þar sem Ragna Lóa Stefánsdóttir og Ásta Benediktsdóttir skoruðu mörkin en Helena Ólafsdóttir hafði þá komið KR í 1-0.

Karlalið ÍA sótti síðan þrjú stig á KR-völlinn 23. ágúst þar sem Sveinbjörn Hákonarson, Valgeir Barðason og Haraldur Ingólfsson skoruðu mörkin. KR komst í 1-0 í leiknum en Skagamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum á fjórum mínútum.


Tengdar fréttir

Mikilvægir útisigrar hjá ÍA og Fylki í kvöld

Skagastúlkur fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar í kvöld þegar þær unnu útisigur í Vesturbæ Reykjavíkur og Fylkiskonur fjarlægðust fallbaráttuna með sigri á Selfossi.

Gutta og Þór/KA-stelpurnar á siglingu

Norðankonur unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deild kvenna í dag þegar ÍBV heimsótti Þór/KA á Akureyri. Þór/KA vann leikinn 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×