Sagan endurtekur sig Óttar Guðmundsson skrifar 2. júlí 2016 07:00 Nýlega létu prestar í Laugarnessókn reyna á gömul ákvæði um kirkjugrið. Tveir hælisleitendur, sem búið var að vísa úr landi, leituðu skjóls í kirkjunni ásamt stuðningsmönnum sínum og treystu því að armur laganna næði ekki lengra en að fordyri kirkjunnar. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á svæðið til að fylgjast með. Eftir Örlygsstaðabardaga árið 1238 flúðu fylgismenn Sturlunga inn í kirkjuna að Miklabæ. Þeir treystu á kirkjugrið og héldu að Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi myndu þyrma lífi þeirra. En allt kom fyrir ekki. Kirkjugestir voru leiddir út og hálshöggnir. Nokkrir þeirra voru náfrændur Kolbeins en hann lét það ekki hafa áhrif á sig. Þegar Þorvaldur Vatnsfirðingur sótti að Hrafni Sveinbjarnarsyni, leitaði Hrafn athvarfs hjá kirkjunnar manni sem söng tíðasöng í einni stofunni. Þrátt fyrir þetta var Hrafn leiddur út og höggvinn. Kirkjuferðin í Laugarneskirkju fékk svipuð málalok. Lögreglan sleit mennina tvo úr faðmi prestanna og leiddi á vit örlaga sinna. Þeir eiga nú á hættu að vera sendir aftur til Íraks þar sem menn eru enn hálshöggnir að hætti Sturlunga. Frá upphafi var öllum ljóst að þessi tilraun bæri engan árangur. Kirkjugrið eru einungis falskt öryggi við þessar aðstæður, eins og frændur mínir, Markús, Þórður og Kolbeinn Sighvatssynir (Sturlusonar) fengu að sannreyna eftir Örlygsstaði. Vonandi vakti kirkjunnar fólk þó ekki falskar vonir í brjóstum þessara umkomulausu hælisleitenda og lofaði þeim griðum og fjölmiðlavernd í Laugarnesprestakalli. Ómannúðlegri meðferð á hælisleitendum verður að linna. Það er engum til góðs að hverfa aftur til Sturlungaaldar, hvort heldur menn lofa kirkjugriðum eða rjúfa þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Nýlega létu prestar í Laugarnessókn reyna á gömul ákvæði um kirkjugrið. Tveir hælisleitendur, sem búið var að vísa úr landi, leituðu skjóls í kirkjunni ásamt stuðningsmönnum sínum og treystu því að armur laganna næði ekki lengra en að fordyri kirkjunnar. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á svæðið til að fylgjast með. Eftir Örlygsstaðabardaga árið 1238 flúðu fylgismenn Sturlunga inn í kirkjuna að Miklabæ. Þeir treystu á kirkjugrið og héldu að Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi myndu þyrma lífi þeirra. En allt kom fyrir ekki. Kirkjugestir voru leiddir út og hálshöggnir. Nokkrir þeirra voru náfrændur Kolbeins en hann lét það ekki hafa áhrif á sig. Þegar Þorvaldur Vatnsfirðingur sótti að Hrafni Sveinbjarnarsyni, leitaði Hrafn athvarfs hjá kirkjunnar manni sem söng tíðasöng í einni stofunni. Þrátt fyrir þetta var Hrafn leiddur út og höggvinn. Kirkjuferðin í Laugarneskirkju fékk svipuð málalok. Lögreglan sleit mennina tvo úr faðmi prestanna og leiddi á vit örlaga sinna. Þeir eiga nú á hættu að vera sendir aftur til Íraks þar sem menn eru enn hálshöggnir að hætti Sturlunga. Frá upphafi var öllum ljóst að þessi tilraun bæri engan árangur. Kirkjugrið eru einungis falskt öryggi við þessar aðstæður, eins og frændur mínir, Markús, Þórður og Kolbeinn Sighvatssynir (Sturlusonar) fengu að sannreyna eftir Örlygsstaði. Vonandi vakti kirkjunnar fólk þó ekki falskar vonir í brjóstum þessara umkomulausu hælisleitenda og lofaði þeim griðum og fjölmiðlavernd í Laugarnesprestakalli. Ómannúðlegri meðferð á hælisleitendum verður að linna. Það er engum til góðs að hverfa aftur til Sturlungaaldar, hvort heldur menn lofa kirkjugriðum eða rjúfa þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun