Átta liða úrslitin eru nú hálfnuð. Portúgalar unnu Pólverja 5-3 í vítaspyrnukeppni á fimmtudag og Wales vann Belgíu 3-1 í gær. Þá etja Þjóðverjar og Ítalir kappi í kvöld og eins og flestir vita keppa strákarnir okkar við heimamenn, Frakka, annað kvöld í París.
